Heimilisritið - 01.04.1946, Page 37

Heimilisritið - 01.04.1946, Page 37
Nafnaskipti Smásaga eftir ROLAND PHILLIPS Edward Walsh Roy Morgan MORGAN hafði lesið sím- skeytið tvisvaryfir fyrirklukku- stund, og nú las hann það aftur yfir, orð fyrir orð. Loks tróð hann því í vasa sinn og gekk að opn- um glugganum.Einkennilegt, að þetta skyldi hafa svona áhrif á hann, hugsaði hann. Það leit næstum því út eins og honum stæði ekki á sama, en auðvitað var honum sama. Samt hafði hann sífellt hugsað um skeytið, reynt að rifja upp fyrir sér,hvað gerzt hafði og hvernig endirinn yrði. Sennilega myndi samt líða langur tími þangað til hann kæmist að raun um það. Hann horfði niður á götuna og umferð- ina, viðutan og þungt hugsandi. Allt í einu heyrði hann, að dyrnar voru opnaðar. Hann Hvað felst á bak við mannsnafn? Miklu meira en Roy Morgan gerði ráð fyrir, þegar hann hafði nafnaskipti við annan mann —. sneri sér snögglega við og sá feitan náunga vagga inn í her- bergið. ,,Góðan dag, Kessler!“ hróp- aði hann upp, undrandi og rugl- aður. „Átti hreint ekki von á þér hingað“. Gesturinn fleygði hatti sín- um á rúmið og settist þung- lamalega á stól. „Ertu heyrnarlaus eða hvað?“ muldraði hann. „Ég er búinn að hamast á hurðinni lengi vel. Furða mig annars á því, að þú skulir ekki hafa leigt herbergi þar sem lyfta er. Ég er ekki fæddur til að klöngrast upp stiga“. „Ég fæ mér aðra íbúð bráð- lega“, sagði Morgan. „Átti leið hérna fram hjá og datt í hug að líta inn“, sagði Kessler og gaut augunum yfir tötralegt herbergið. „Ég ætla til Fíladelfíu í kvöld, og ef til vill HEIMILISRITIÐ 35

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.