Heimilisritið - 01.04.1946, Page 41

Heimilisritið - 01.04.1946, Page 41
hnénu', og‘ þá getur verið, að stríðið verði búið. Hvar er vin- urinn núna?“ „Síðasta bréf, sem ég fékk, var frá Frakklandi“, sagði Morgan. „Hann var gerður að sergent skömmu eftir að innrásin hófst. Fékk tvö heiðursmerki líka, sem hann sendi mér til geymslu. Af tilviljun las ég í blaði, hvemig Roy Morgan sergent frá Chic- ago fór fyrir mönnum sínum að lyfjabúð, náði henni á sitt vald og tók til fanga sex Þjóðverja. Kölluðu hann fífldjarfan her- mann. Skrítið. Styrjöldin gerir hetju úr lágkúru eins og Ed Walsh. Ef hann hefði dvalið héma, myndi hann sennilega hafa veslazt upp í rennusteinin- um eða í grjótinu". „Já“, sagði Kessler. „Ég býst við, að þú hafir gert honum góð- an greiða, þegar allt kemur til alls“. „Ég klippti greinina út og geymdi hana“. „Þú hefðir átt að senda hon- um hana“. „Ég ætlaði að gera það, en —“ Morgan hikaði og fór í vasa sinn. „Ég ætlaði heldur að bíða þar til hann kæmi aftur“, bætti hann við. „Mér var að detta í hug“,sagði Kessler. „Það getur verið, að honum verði komið í annan heim hvenær sem er“. Morgan rétti honum sím- skeyti. „Þetta kom síðdegis. Frá hermálaráðuneytinu“. Kessler starði á hina stuttu tilkynningu. „Týnzt í orustu“, las bann. „Ef til vill hefur hann aðeins verið tekinn til fanga“. „Getur verið“, sagði Morgan. „Annars er leitt, ef hann hefur látið lífið núna, þegar hann var á góðri leið með að koma sér á- fram“. „Bamaskapur", sagði Kesslér háðslega. „Það bezta, sem fyrir gat komið. Hvað hefði hann átt iað gera, þegar hann kæmi úr stríðinu? Það stoðar lítið að vera hetja og hafa fjölda heiðurs- merkja. Hann myndi hafa orðið að sama flækingnum og hann var, þegar þú fannst hann“. „Kessler leit á úrið sitt. „Vissi ekki, að það væri orðið svo framorðið. Ég verð að fana að halda á stað. En þú ert ágætur, Roy. Sé ekki, að þetta Walsh- mál geti orðið til fyrirstöðu. Það er vöruhús í Fíladelfíu, sem ég þarf að taka til athugunar. Það tekur enga stund. Ég hef tvo góða náunga í vörubílnum og þarf einn 1 viðbót. Þú getur unnið þér innfljótteknapeninga og komið aftur undir þig fótun- um. Hvemig hljómar það?“ „Eins og englasöngur“, mælti Morgan „Ég hef not fyrir pen- inga og ætja ekki aftur í svín- HEIMILISRITIÐ 39

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.