Heimilisritið - 01.04.1946, Qupperneq 45
að minnsta kosti munað eftir
heimilisfanginu.
Morgan lagði höndinu á öxl
drengsins. „Þú mátt ekki gráta
meira“, sagði hann vandræða-
lega og hásróma. „Þetta mun
allt lagast. Ég er glaður yfir því,
að þú komst, Jimmie“.
Snáðinn leit upp, og það glitr-
uðu tár í augum hans. ,,Ég er
lika glaður“, snökti hann og
brosti. ,,Þú .... þú ert ekki glæpa-
maður — er það? Mamma kall-
að.i þig það. Hún sagði, að við
værum ekki hiá þér, af því að
þú værir ekki góður“.
Morgan hristi höfuðið. „Nei,
Jimmie, faðir þinn er ekki þorp-
ari“. Hann var á báðum áttum
og lagði handlegginn yfir axl-
ir hins, sem þrýsti sér upp að
honum. Það var ómögulegt að
skýra þetta fyrir drengnum,
ekki núna að minnsta kosti.
Hann myndi ekki skilja það, en
verða fyrir vonbrigðum. Ein-
hvem tíma seinna-------
„Ég er viss um, að þú ert hissa
á því að eiga stóran strák eins
og mig, er það ekki?“ sagði
Jimmie og hélt þétt í hönd
Morgans. „Ég er orðinn sex ára.
Mamma sagði, að þú vissir ekki,
að ég hefði fæðzt“.
Morgan svaraði ekki. Það var
farið að skyggja í herberginu, og
ljósin utan frá götunnifyrir neð-
an vörpuðu skuggamyndum á
veggina og loftið. Morgan gekk.
að glugganum með drenginn við
hlið sér. Á götuhorninu fyrir
neðan sýndu vísarnir á stóru
klukkunni hálf-átta. Kessler
myndi verða gramur og að lík-
indum ekki gefa honum annað
tækifæri, en það gerði ekkert
til. Aðalatriðið var, að nú hafði
Edward Walsh að einhverju að
hverfa, þegar hann kæmi aftur,
einhverju sem hann gat verið
stoltur af og unnið fyrir. Og
Morgan bjóst við því að fá til-
kynningu um það þá og þegar,
að sergentinn hefði verið tek-
inn til fanga, eða hefði flúið og
væri aftur með herdeild sinni.
Þannig myndi það fara, það var
hann viss um.
Þegar hann sneri sér við og
kveikti ljósið, sá hann húfuna,
hanzkana og stígvélin á gólfinu
í horninu. Hann tók þau upp og
bjó um þau 1 ferðatösku sinni.
Það myndi alls ekki verða svo
slæmt að skipta um vinnutíma
og vinna að degi til. Hann ætl-
aði út snemma næsta morgun
og leigja herbergi nær skipa-
smíðastöðinni, þar sem hann
gæti látið líta eftir Jimmie, með-
an hann væri að vinna. Helzt
í húsi með garði. Það myndi
verða gaman að hafa drenginn
hjá sér.
ENDIR
HEIMILISRITIÐ
43