Heimilisritið - 01.04.1946, Síða 52

Heimilisritið - 01.04.1946, Síða 52
kvæma samhljóma eða réttan hrynjandi, eins og algengt er, þeg- ar ungir menn syngja saman, ef þeir eru glaðir og ölvaðir, ekki sízt, þegar þeir geta átt von á dauða sínum næsta dag, eins og þessir. . Svo nokkrum dögum síð- ar“, hélt Saunders áfram sögu sinni, „lét Gestapó eitthvað fimm eða tíu af verkfallsmönnunum lausa og sendu þá heim í borgina. Þeir slepptu þeim ósködduðum — svo að segja. Sumir þeirra — þetta voru allt óbreyttir verkamenn eins og þið skiljið — höfðu verið fingur- brotnir. Aðrir sluppu með að vera brennimerktir með þórshamars- merkinu í lófann“. „Hvað ertu að segja, maður?“ hrópaði Markham. „Hver fræddi þig á þessu? Nú ertu farinn að færa fullmikið í stílinn, Saunders“. „Mætti segja mér“, sagði Blake- ly, „að þú sért farinn að lesa rúss- nesku fréttaskeytin, eins og sumir lesa biblíuna“. Saunders varð móðgað'ur. „Það vill svo vel til, að ég hef heimildir inínar frá —“. „Svona, rólegir“, greip Tony fram í fyrir þeim. „Blessaðir við skulum nú ekki byrja á þessum barnalegu stælum. Skál, og gleym- um Gestapó í kvöld“, sagði hann, lyfti glasinu og fékk Saunders glas- ið hans upp í greipina. Við drukkum út úr glösunum. Söngmennirnir höfðu horfið frá píanóinu. Það var kominn brott- farartími fyrir þá. Ljóshærði pllt- urinn sat kyrr við hljóðfærið, fríð- ur og þungbrýnn, eins og þegar sólarglóð sumarsins sekkur niður á bak við svartan sjóndeildarhring jarðarinnar. „Ég hef séð þennan fugl einhvers- staðar áður“, sagði ég við Tony. „Hver er hann?“ Ungur Pólverji. Lögulegasti skarfur, finnst þér ekki? Hvað heit- ir hann nú aftur? — Chunowski, Cherowski, eða eitthvað svoleiðis. Og ég er helzt á, að hann sé all- frægur líka —“. Nú mundi ég allt í einu eftir honum. Þetta var pólska undra- barnið Chernasski. Ég hafði heyrt hann spila vestanhafs nokkrum ár- um áður — og þá sem glóhærða undrabarnið með töfrafingurna ... „Getur það verið?“ spurði ég Tony. „Ég heyrði Chernasski fyrir nokkrum árum. Hann var alveg frábær píanósnillingur“. Hann var að spila, svo lágt að varla heyrðist, en tónarnir létu kunnuglega í eyrum. Það var her- hvöt Pólverja — Polonaise -eftir Chopin. Ég minntist þess, hversu stórkostlegt og áhrifaríkt hafði ver- ið að hlusta á hann spila það, þegar hann lék í hljómleikasalnum í Carnegie! Nú fannst mér deyfðar- blær í tónunum. Tony renndi grun í hugsanir mínar og sagði: ,.Ég hef aldrei fyrr 50 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.