Heimilisritið - 01.04.1946, Side 55
I»eir, sem óska eftir rithandar-
skoðun, skulu skrifa 50—80 orð
á óstrikaða pappírsörk og senda
mér í ábyrgðarbréfi ásamt 40
krónum í þóknun, nafni og heim-
ilisfangi. Utanáskrift mín er: —
Heimilisritið (EvaAdams),Garða-
stræti 17, Rvík.
OF UNG OG FEIT
Sp.: Kæra Eva Adams. Gefðu mér
nú góð ráð. Ég er óstjómlega hrifin
af strák, sem er ekkert hrifinn af
mér og er alltaf með öðrum stelpum.
Hann býður mér aldrei út, þó að ég
dansi vel og sé lagleg. Ég mála mig
ekki, því ég er ekki nema 16 ára.
Heldurðu að ég eigi að gera það?
En svo kem ég að því versta — ég
er dálítið feit. Ætli það sé orsökin?
Hvað lestu úr skriftinni minni?
Með alúðarkveðjum.
Of feit.
Sv.: Ungar stúlkur á þínum aldri
eru oftast skotnar í einhverjum. Ef
þessi vill þig ekki og hefur ekkert
tilefni gefið þér, hvers vegna reyn-
irðu þá ekki við einhvem annan?
Nógir em til, ungir og efnilegir pilt-
ar, sem lízt vel á fallega 16 ára
stúlku.
Þú skalt ekki mála þig, nema rétt
púðra á þér nefið, ef litasamsetning
andlitsins er falleg, og hún er venju-
legast fallegri, eins og hún er frá
náttúrunnar hendi á heilbrigðum
stúlkum, heldur en ef kákað er við
að mála andlitið. Annars sakar
kanski ekki að mála varirnar ofur-
lítið við sérstök tækifæri.
Ertu nokkuð of feit? í>að hafa ekki
allir karlmenn smekk fyrir tágrönn-
um konum. En ef þú vilt megra þig,
skaltu gæta mataræðis þíns og
hreyfa þig mikið undir beru lofti.
Skriftin þín er dálítið þunglyndis-
leg, og þú getur vandað þig miklu
betur.
ÁSTFANGIN
Sp.: Kæra Eva Adams. Ég hef
þekkt strák héma í Reykjavík núna
í 3 ár. Mér þykir mjög vænt um
hann, en hann skiptir sér ekkert af
mér, forðast mig jafnvel. Og þó hef
ég þekkt hann afar vel, hef átt
heima á heimili hans hjá foreldrum
hans. Nú langar mig til að vita,
hvort það getur komið til mála, að
honum þyki vænt um mig.
Vinkona.
Sp.: Kanski forðast hann þig, af
því að hann hefur hugmynd um að
þú berir þögla og auðmjúka ósk í
brjósti til hans. Blessuð láttu eitt-
hvað að þér kveða, þótt það kosti
það að þú þurfir að missa hann —
ég meina — það er allt betra en
óvissa. Hins vegar get ég ekkert
sagt um tilfinningar hans í þinn
garð, eftir þeim upplýsingum, sem
þú gefur mér.
/
5»
HEIMTLISRITIÐ