Heimilisritið - 01.04.1946, Síða 56
/
SVAR TIL „UNGFRÚ KJÁNALEG".
Þú spyrð m. a.: „Hvað hefðirðu gert í
mínum sporum, finnst þér ég óttalega vit-
Iaus?“ Eg svara: Það er ekkert vitiaust að
hætta við mann, sem er tólf árum eldri
en þú, emkum ef þér verður starsýnt á það,
að hann er illa siðaður og í óhreinum og
snjáðum fötum eins og „B“. Og ég held
að þú liafir ekki orðið ástfangin ennþá af
hvorugum þeirra, sem þú lýsir í þessu langa
bréfi þínu, hvorki A né B, eins og þú
nefnir þá. — C og jafnvel D, E og F eiga
eftir að koma og hafa áhrif á líf þitt og
skapa því nýtt gildi. Óðru vísi get ég ekki
skilið framkomu þína gagnvart A, nema ef
þú ert ekki eins og fólk er flest.
„Á ÞÉR ÁSTARAUGU ... “
Sp.: 1. Geturðu gefið mér ráð til að
ná af mér svörtum vörtukenndum bólum
á andliti, og fæðingarblettum.
2. Kunningi minn bað mig um að spyrja,
hvort hægt sé að sjá það í augunum á
kvenfólki, hvort það sé ástfangið af karl-
mönnum.
3. Hvað lestu úr skriftinni?
Ilugsandi.
Sv.: 1. Leitaðu til húðsérfræðings. Ég
hef áður gefið ráð til að ná af sér vörtum,
en fæðingarblettum er illmögulegt að ná
af sér nema með sérstakri læknisaðgerð.
2. Það er oft lítill vandi að sjá hvort
stúlka eða piltur „gefi hvoru öðru hýrt
auga“, enda eru augun „spegill sálarinnar“.
Og skáldið kvað: „Á þér ástaraugu, ungur
réð ég festa ...“, en eftir því að dæma
eru „ástaraugu" til.
3. Óllum slíkum spumingum visa ég heim
til föðurhúsanna, ef ekki eru uppfyllt skil-
yrði þau, sem tilgreind voru í janúarheft-
inu og getið er um að nokkru hér fremst
í dálkunum mínum. Það er margra tíma
verk að lesa vel úr skrift. Ég vil að hægt
,sé að treysta niðurstöðum rithandarskoð-
54
unar; og ég veit líka, að það mega þeir
gera, sem senda rithandarsérfræðingi mín-
um sýnishorn. En auðvitað þarf hann að
fá sanngjarna þóknun fyrir. Ef ég ætti að
lýsa áliti mínu á rithönd allra sem spvrja
mig, og birta það hér, tæki það margar
blaðsíður í hverju hefti og þar að auki
hefur aðeins einn lesandi — spyrjandinn —
gaman af því Iestrarefni.
TIL OF MIKILS MÆLST.
Sp.: 1. Elsku Eva min. Viltu vera svo
góð og segja mér hvaða kvikmyndaleikar-
ar — karlmaður og kvenmaður — leika
bezt, syngja bezt, eru bezt vaxin og lagleg-
ust. Mig hefur lengi langað til að vita það,
því mér þykir gaman að bíómyndum.
2. Ég vildi óska að Einar Pálsson kæmi
oftar i útvarpið en hann gerir. Við skrifuð-
um honum bréf og báðum hann að spila
tvö lög, en höfum ekkert svar fengið. Það
er undirskrifað „Þrjár ungar stúlkur, sem
hlusta alltaf á íslenzka útvarpið á þriðju-
dagskvöldum". — Geturðu birt mynd af
honum, sem ég get stillt upp í herberginu
minu? Ég vildi að ég gæti kysst hann með
kossi, en verð að láta þessa vísu nægja:
Einn koss ég einmana sendi
um öldur loftsins hér,
og vona að loks hann lendi
á Ijúfum vörum þér.
Stúlka í Stykkishólmi.
Sv.: I. Það verður hver að gera upp við
sjálfan sig, þvi að naumast gæti nokkur
einn skorið úr um þetta, svo að allir yrðu
sammála honuin. Þótt mér finnist það til
of mikils mælst, að ég sé dómbær um allt
þetta, þá þakka ég samt traustið, sem þú
sýnir mér.
2. Vona að Einar lesi þetta, þótt hami
sé nú sennilega kominn af landi burt.
Beiðnin um mynd af honum er skráð á
óskaseðilinn.
Evcc Adams.
HEIMILISRITIÐ