Heimilisritið - 01.04.1946, Page 59
Öllum sögum ber saman um það,
að allt fór á ringulreið, þessar fimm
miiljónir manna, sem í borginni
búa, þusfu í skelfingar ofboði í loft-
varnabyrgin.
Eg var staddur í Ríkisútvarpinu
og var að hripa útvarpsþáttinn
minn, þegar blístrurnar gullu, og
um það bil samtímis tóku byssurn-
ar að gelta.
Mér varð erfitt um að einbeita
mér við að skrifa. Skothríðin var
sérstaklega hörð í kringum út-
varpsstöðina og rúðurnar í her-
berginu mínu nötruðu í hvert
skipti, sem sprengja sprakk eða
hleypt var af byssunum í loft-
varnavirkjunum.
Ég átti að tala í útvarpið klukk-
an eitt, samkvæmt dagskrá. Eins
og ég hef áður getið, þá verð ég
að fara út úr húsinu, þar sem ég
skrifa útvarpsþáttinn og legg hann
fyrir ritverðina, og hlaupa síðan
tvö hundruð metra leið yfir kol-
■dimmt svæði til útvarpssalarins.
1 sama láili og ég kom út úr hús-
inu, þegar klukkuna vantaði fimm
mínútur í eitt, hófu léttu loftvarna-
byssurnar, sem áttu að verja út-
varpsstöðina, óða skothríð. í sömu
andrá heyrði ég annað lægra hljóð,
sem- kom alls staðar að. Það var
líkt og hagl félli á járnþak. Hrynj-
andi skrjáfhljóð í trjáliminu og á
byrgjaþökunum. Það voru kúlna-
brotin frá loftvarnabyssunum. Ég
átti að hefja útvarpsþáttinn eftir
tvær eða þrjár mínútur. Ég tók til
fótanna og hljóp út á stíginn. Ég
sá ekki handaskil, og það var geig-
ur í mér, og ég hálfhrasaði niður
hjallaþrepin. Hvinurinn af fljúg-
andi sprengjubrotum allt í kring,-
um hvatti mig áfram. Ég tók
sprettinn og náði dyrunum á út-
varpssalnum.
„Eruð þér vitlaus?“ hreytti S.S.
vörðurinn úr sér. Hann hafði skýlt
sér fyrir sprengjubrotum inni í
anddyrinu. „Hvar er vegabréfið
yðar?“
„Ég á að fara í útvarpið eftir
eina mínútu“, másaði ég.
„Mér er alveg sama. Hvar er
vegabréfið?“
Loks fann ég það. Vélamaðurinn
í útvarpsklefanum bað mig að tala
fast við hljóðnemann. Astæðan var
auðsæ, þótt hann léti hennar ekki
getið. Því nær hljóðnemanum sem
ég talaði, því minni hávaða nam
hann að utan.
Því miður virtist skothríðinni
slota á mðean ég talaði. Ég heyrði
aðeins daufar drunur í fjarska inn
um klefadyrnar. En það kom í ljós,
að skothríðin heyrðist betur í
Ameríku en inni í útvarpsklefan-
um, þvi að fám minútum síðar
heyrði ég þá Elmer Davis geta þess
í New York, að skothvellirnir og
sprengjudrunurnar hefðu borizt
þangað svikalaust.
Það verður fróðlegt að sjá,
hvernig Berlínarbúar taka við-
HEIMILISRITIÐ
57