Heimilisritið - 01.04.1946, Qupperneq 61
9
Hann hafði gaman af og leyfði
mér að flytja frásögn, sem fór
í bága við herstjórnartilkynn-
inguna.
Aðaláhrifin af hinum stöðugu
næturárásum Breta eru þau, að
þær hafa vakið hjá fólkinu efa
um sannleiksgildi fréttanna,
sem Göbbels breiðir út. Hins
vegar munu þessar árásir Breta
ekki hafa verið mjög skæðar.
Berlín, 2 sept. 1940.
Ég frétti í dag, að Þjóðverjar
þeir, sem settir eru í að grafa
upp tímasprengjur, séu fangar
úr fangabúðum. Ef þeir sleppa
lifandi frá þessu, er þeim heitið
frelsi. Og vitanlega hika þeir
ekki við hættuna. Jafnvel dauð-
inn er velkominn lausnari frá
pjmdingum Gestapomanna. Og
alltaf er nokkur von um, að
sprengjan springi ekki í hönd-
um þeirra. Það hefur komið í
ljós, að sumar sprengjumar,
sem féllu í Tiergarten, voru
tímasprengjur.
Berlín, 4. sept. 1940.
Hitler hélt óvænta ræðu í
kvöld við það tækifæri, að haf-
in var söfnun til Vetrarhjálpar-
innar. Þessi Vetrarhjálp er ein
af hneykslisráðstöfunum naz-
istastjómarinnar, þó að færri en
einn af hverri milljón Þjóðverja
geri sér þess grein. Það liggur í
augum uppi, að þar sem ekkert
atvinnuleysi er í landi, er ekki;
mikil þörf á „vetrarhjálp". Þó
halda nazistar áfram að herja
nokkur hundruð milljón marka
út úr fólkinu til „líknarstarf-
semi“, en mest af þessu fé fer
í raun og veru til vígbúnaðar
og í flokkssjóðina.
Hitler sagði m. a. í ræðu sinni
af alúðarhræsni: „í þrjá mán-
uð.i lét ég það dragast að endur-
gjalda næturárásir Breta í þeirri
von að þeir hættu þessum ó-
dáðaverkum. En herra Churc-
hill leit á þetta sem veikleika-
merki. Og þér skuluð vita, að
nú endurgjöldum vér, nætur-
árás fyrir næturárás. Eftir hvert
sinn, sem brezki flugherinn
varpar niður þrem eða fjórum
smálestum af spengjum, mun-
um vér varpa yfir Bretland á
einni nóttu 150—250—300 eða
400 smálestum af sprengjum“.
Hér varð hann að taka sér
málhvíld vegna æðislegra fagn-
aðarláta í áheyrendum, en flest-
ir voru þeir þýzkar hjúkrunar-
konur og eftirlitsmenn.
Þannig hélt hann áfram og
spilaði á ýmsa strengi — heift,
hatur, glettni o. s. frv., og öðru
hverju ætlaði allt af göflunum
að ganga af æðisgenginni hrifn-
ingu áheyrendanna.
Síðar. Bretar gerðu enn árás
ínótt.komu nákvæmlega fimmt-
HEIMILISRITIÐ
59