Heimilisritið - 01.07.1946, Qupperneq 18
„Þú ert ennþá fríð og freistandi í
útliti, en þú skalt taka eftir því,
að þessi hversdagsleiki og heimilis-
áhyggjur þínar munu á tveimur
eða þremur árum fara að gera þig
hrukkótta og gamla fyrir tím-
ann ... Ætli þú nagir þig þá ekki
í handarbökin yfir því, að hafa
látið stjórnast af misskilinni tryggð
og gleymt að njóta lífsins ...?“
Ndkkrum mínútum síðar var
Júlía farin með vini sínum. Þegar
Weimar kvaddi mig hélt hann dá-
lítið lengur í hönd mér en hóflegt
var. Ég held að ég hafi þá roðnað
lítið eitt.
Um kvöldið skýrði ég Eiríki frá
þessari óvæntu heimsókn og hvaða
orð Júlía hafði látið falla um mig.
,.Ég verð víst að fara að líta í
kringum mig eftir einhverjum, sem
ég get vingast við“, sagði ég og
hló. „Skelfing er að vita, að all-
ir sem við þekkjum skuli vera svo
þrælgiftir, að ekki er til neins að
hugsa um þá“.
„Já, það er sárgrætilegt fyrir
þig“, sagði Eiríkur og 'kyssti mig.
„En við fáum nýjan fulltrúa um
mánaðarmótin. Hver veit nema
hann sé til í tuskið“.
Við Eiríkur hentum gaman að
þessu. Hvorugt okkar hafði hug-
mynd um, hversu undarlegt líferni
Júlíu og hennar nóta var.
ÉG MAN ekki lengur, hvort ég
hugsaði nokkuð um Weimar, eftir
16
að ég talaði um hann við Eirík,
en þó er ég helzt á því. Hitt veit
ég, að þegar hringt var til mín
seint í nóvember og ég kannaðist
við röddina, þá kom svo á mig, að
ég hafði nærri misst símatólið úr
greip mér. Ég þekkti óðara rödd
Weimars í símanum, og þó hafði
ég aðeins talað við hann í eitt
skipti, og það varla í hálftíma.
Hann sagðist vera staddur í
bænum og spurði, hvort ég gæti
borðað hádegisverð með sér dag-
inn eftir.
„Ef þér viljið getum við ákveð-
ið einhvern annan dag“, sagði
hann. „Ég verð nefnilega hérna í
nokkrar vikur. En ég hef hugsað
svo mikið um yður síðan við hitt-
umst, að mér finnst ég mega til
með að fá að sjá yður strax á
morgun“.
Ég veit ekki hvað hljóp í mig.
„Það væri gaman“, svaraði ég.
Mér fannst ég allt í einu vera
kornung stúlka, eiris og þegar ég
var í hússtjórnarskólanum. En þá
hafði þó aldrei þýtt fyrir neinn
nema Eirík, að bjóða mér út. Nei,
ég skil alls ekki, hvaða illur andi
hefur skyndilega hlaupið í mig á
þessari stundu.
Um kvöldið sagði ég manninum
mínum, að Weimar hefði hringt.
En ég sagði, að hann hefði bara
verið að skila kveðju frá Júlíu. Ég
minntist ekkert á, að hann hefði
HEIMILISRITIÐ