Heimilisritið - 01.07.1946, Page 20

Heimilisritið - 01.07.1946, Page 20
inni í stofu hjá mér. Hann hafði ekki hringt dyrabjöllunni. Til allrar hamingju átti vinnukonan mín frí og börnin voru ekki kom- in úr skólanum. „Svona vil ég ekki skilja við þig“, sagði hann. „Ég get ekki verið án þín. Þú getur ef til vill lifað án mín. en ég get ek'ki lifað án þín . .. Ég er kominn til að segja þér, að ég sleppi þér ekki“. Ég vissi að ég átti að biðja hann um að fara. Eg var hrædd um að hann myndi kyssa mig aftur, en það gerði hann ekki. Víst þess vegna tók ég honum hlýlega ... Ég fór aftur út með honum, og næst þegar hann kyssti mig sleit ég mig ekki lausa. Hvað sakaði að kyssa hann? Var nokuð Ijótt í því, þeg- ar til alls kom? Líklega væri það þröngsýni mín, sem ylli því, að mér fyndist ég vera að gera eitt- hvað rangt. Aldrei hefði ég neina upplyftingu og aldrei færi ég neitt að skemmta mér. í lífi mínu var hver dagurinn öðrum líkur, sífellt sami tilbreytingarlausi, þreytandi hversdagsleikinn. Mað- urinn minn hugsaði aldrei um að ég væri sjálfstæð manneskja eins og hann, sem hefði ef til vill löng- un til að umgangast fleiri en hann. Ég var glöð yfir að hafa kynnst Weimari. Ég reigði höfuðið þrjózkulega ... Svo eitt kvöld skýrði Eiríkur mér frá því, að hann yrði að fara í nokkurra daga ferðalag. Daginn eftir hringdi Weimar og spurði, hvort ég vildi ekki bregða mér til höfuðstaðarinnar með sér. „Héldurðu að þér takist ekki að snúa því svo til, með einhverju móti, að þú getir komið með — bara í eins til tveggja daga ferða- lag • • •?“ SVO KEM ég að því, þegar ég stóð frammi fyrir spegli í íbúð Weimars í höfuðborginni, starði á sjálfsmynd mína og lagði þá spurn- ingu fyrir mig, hvort þetta væri annað en draumur. Ég var nýfar- in úr kápunni og hafði hengt hana á snaga í forstofunni, ásamt hattin- um. Við Weimar höfðum borðað kvöldverð saman. Við höfðum far- ið í leikhús, og nú stóð ég hér í íbúð hans. „Jú, það er draumur“, muldraði ég lágt og lokaði augunum. Þegar ég opnaði þau aftur sá ég Weimar fyrir mér. Hann rétti fram handleggina til mín. „Til hvers væri lífið, ef ekki ætti að njóta þess?“ sagði hann. „Við sköpum okkur öll heimsku- legar siðgæðisreglur, sem raun- verulega eru ekki annað en and- legar hömlur, sem við beygjum okkur fyrir af meira eða minna frjálsum vilja. Þú ert gift ... Þú ert ef til vill þar að auki ham- ingjusöm í hjónabandi þínu. En þarftu af beim orsökum að úti- 18- HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.