Heimilisritið - 01.07.1946, Page 24

Heimilisritið - 01.07.1946, Page 24
„Eiríkur, ég hef brotið af mér. Ég ætla að fara frá þér“, sagði ég. ,,Ég hafði af ástæðulausu haldið ljótt um þig og ég .. „Veslings, litla ljúfan mín“. Ei- ríkur var allt í einu kominn til mín. Hann tók utan um mig, þrýsti mér að sér, kyssti mig. Og tárin fóru að renna niður vanga mér. „Ég bið þig um að vera kyrr hjá mér“, sagði han hlýlega. „Æ, nei, Eiríkur, ég elska þig, en ég get ekki verið, ég ...“ „Mamma, af hverju ertu að gráta, mamma?“ var kallað inn- an úr barnaherberginu. Ég hall- aði höfðinu upp að barmi Eiríks og grét lágt. „Við biðjum þig öll um að vera áfram hjá okkur“, sagði Eiríkur og strauk hár mitt. „Þú átt held- ur ekki alla sökina“. Og ég varð áfram hjá þeim, þótt ég viti, að ég átti alla sökina, eng- inn annar en ég. E If D I R Ráð til að halda góðum vinum Gera þeim greiða .... senda þeim bækur eða aðrar smá- gjafir, sem þú hefur ráð á. Stytta þeim stundir . . . leika við þá gólf, tefla og spila. Biðja þá um .... ráðleggingar, uppskriftir af vín- blöndum o. s. frv. Hrósa þeim fyrir .... 'leikni þeirra og kunnáttu, bifreið- ina þeirra, börnin þeirra. Segja öðrum frá þeim . . . . 'kostum þeirra, áhugaefnum þeirra. Læra af þeim .... umburðarlyndi, góðmennsku, iðju- semi, festu. Virða þá .... leyndarmál þeirra, áhyggjur þeirra, þögn þeirra. Reyna þá .... í raunum, í sorg, í gleði. Dœma þá ekki .... eftir stöðu þeirra, efnum, skemmt- unum. Aldrei að setja þá hjá J eða þú átt á hættu að missa þá.

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.