Heimilisritið - 01.07.1946, Side 25
Sumargrein um sól
og sólbruna
Yinfengi við sólina
SÓLBÖÐ hafa færst geysilega í
vöxt á síðari árum. Næstum allir,
sem vettlingi valda, keppast um
að nota sólskinið sem bezt, á með-
an sólin er hátt á lofti.
En hvers vegna hefur sólin þetta
sérstaka aðdráttarafl á nútíma
fólk?
Ein af meginorsökunum er ó-
neitanlega sú, að sólböðin fegra lit-
arháttinn. Unga fólkið nú á tím-
um gerir sér vel ljóst, að það er
mikið gefandi fyrir að vera brúnn
og hraustlegur í útiiti af sölböð-
um. Því finnst skömm að láta sjá
sig fölt og veiklulegt, þegar h'ða
tekur á sumarið.
Auðvitað er það þó hin heilsu-
fræðilega þýðing sólarljóssins, sem
mestu veldur. Húðin stælist af
ljósi og lofti og mótstöðuafl henn-
ar gegn smitandi sjúkdómum
eykst. Hinsvegar þola menn sól-
arljósið mismunandi vel. Sumir
þola það yfirleitt ekki, aðrir —
þeir ljóshærðu, þó einkum þeir
glóhærðu — verða að gæta fyllstu
varúðar, en margir — þeir dökk-
hærðu — þola það svo að segja
ótakmarkað.
Orsökin fyrir þessum mismun er
sú, að litarefnið í húðinni, sem ver
sólbruna, er meira hjá dökkhærðu
fólki en ljóshærðu.
Annars er það algild regla, að
forðast skal löng sólböð fyrst í
stað. Ekki er vert að vera lengur
en hálftíma fyrsta daginn, en síð-
an má lengja tímann smátt og
smátt.
Það getur einnig verið mjög
mikill munur á stvrkleika sólar-
ljóssins. Sterkast er það í heið-
skíru veðri, þegar sólin er hátt á
lofti. Ennfremur eykst styrkleiki
þess, ef geislarnir endurkastast af
yfirborði vatns og að nokkru leyti
af sandinum á ströndinni. Hinsveg-
ar hefur hitastig loftsins enga þýð-
ingu. Menn geta orðið jafnt sól-
HEIMILISRITIÐ
23