Heimilisritið - 01.07.1946, Side 26

Heimilisritið - 01.07.1946, Side 26
brunnir í 20 stiga frosti eins og í 20 stiga hita. Þeir geislar sólarinnar, sem valda sólbruna, eru hinir svoköll- uðu últra-fjólubiáu geislar. Þeir geta til dæmis ekki komist í gegn- um venjulegt rúðugler og þess vegna er þýðingarlaust að sitja í sólbaði fyrir innan gluggarúðu í þeim tilgangi að sólbrenna. En við höfum flest sorglega reynslu af skaðbruna af völdum sólbaða. Hinn gullni meðalvegur er vandfarinn, og sólarljósið getur haft skaðleg áhrif á fólk, ef ekki er gætt hófs. Það ber að hafa í huga, að hörundsroði sá, sem er fyrir- boði „brunans“, kemur fyrst i ijós eftir að sólin hefur fengið að skína óhindrað á húðina i eina eða fleiri klukkustundir, og að það er um að gera að hætta sólbaðinu, áður en þessi roði gerir vart við sig. Einkenni skaðbruna af völdum sólarljóss, eru roði, sviði og kláði og í verstu tilfellum \ brunablöðr- ur. Síðar fer svo yfirhúðin að flagna af, eins og margir kannast við. Hvað skal gera, ef svo illa tekst, að maður skaðbrennur eftir útivist í sólskini? Fyrst og fremst ber að forðast að vera úti í sólskini á meðan húðin er að komast í samt lag aftur. Gott er að strá kartöflumjöli á brunablettina og ekki sakar að smyrja þá með koldkremi á und- an. Ef um mikinn kláða er að ræða getur verið ágætt að nota mentolspíritus. Það er sjaldan á- stæða til róttækari aðgerða, og yf- irleitt er maður orðinn jafngóður eftir fáeina daga. Hafið nú hugfast, áður en þið farið að „nota sjóinn og sólskinið“, að víst eru sólböð til gangs og gleði, en þó því aðeins að hófs sé gætt, einkum fyrst í stað. IKDIB Sic. Transif gioria mundi (Ómlituð absúrdía) Fram úr auðn hins eih'fa lífs, fram úr allsnaktri, bláhvítri þögn, stig ég einn stormþungan dag, stíg inn í streymandi rúmsins, stíg fram á veginn og stari, stari, stari á þá veröld sem var — ekki til í gær. Og ég stari við þinn veg — ó, veröld! ---- Þú veröld, sem ert ekki í dag — til og hvorki varst né verður. Það er aðeins ekkert sem verður, sem er og var, — því aðeins ekkert er allt. — — Og allt er ekkert. I Krútinn Ilreinn Stánnat. 24 HEIMILISRITH)

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.