Heimilisritið - 01.07.1946, Side 30

Heimilisritið - 01.07.1946, Side 30
ekki þunnur. Ég mæli með Aram. Kanski ætti hann að fara. Hann á það skilið að honum sé refsað. Þau litu öll á mig. Aram? sagði frændi minn. Þú átt við drenginn, sem hlær. Þú átt við Aram Garoghlanian hinn hlát- urmilda. Nú, og hvern annan skyldi hann svo sem eiga við? sagði amrna mín. Þú veizt fullvel hvern hann á við. Afi minn sneri sér hægt við; og í hálfa mínútu einblíndi hann á ömmu mína. Ef maður les í bók, sagði hann, um mann, sem verður ástfanginn af stúlku og giftist henni, segir höf- undurinn vissulega frá mjög ung- um manni, sem rennir ekki grun í, að stúlkan muni tala í tíma og ótíma, allt þar til á að fara að jarða hana nítíu og sjö ára að aldri. Höfundurinn hefur vissulega í huga kornungan mann. Áttu við Aram? sagði hann. Aram Garoghlanian? Já, sagði Zorab frændi minn. Hvað hefur hann á samvizkunni, að hann verðskuldi þessa hræðilegu refsingu? sagði afi minn. Það veit hann bezt sjálfur, sagði Zorab frændi minn. Aram Garoghlanian, sagði afi. Ég reis á fætur og gekk fyrir afa minn. Hann lagði krumluna yfir andlit mitt og neri það. Ég skildi, að hann var ekki reiður. Hvað hefurðu á samvizkunni^ drengur? sagði hann. Ég fór að hlæja, því mér datt í hug það sem ég hafði á samvizk- unni. Afi minn hlustaði á mig stundarkorn og fór síðan að hlæja líka. Einungis við tveir hlógum. Hin þorðu ekki að hlæja. Afi minn hafði bannað þeim að hlæja, ef þau gætu ekki hlegið eins og hann. Ég var eini Garoghlanianinn í heiminum, að honum fráteknum, sem gat hleg- ið á þann hátt. Aram Garoghlanian, sagði afi minn, segðu mér það. Hvað hef- urðu gert? Hvenær? sagði ég. Afi minn sneri sér að Zorab frænda mínum. Hvenær? sagði hann. Segðu drengnum hvaða óþokkabragð hann á að játa á sig. Hann virð- ist hafa mörg á samvizkunni. Hann veit hvaða óþokkabragð ég á við, sagði Zorab frændi minn. Áttu við það, sagði ég, að ég hef sagt nágrönnunum að þú sért vit- laus? Zorab frændi minn veigraði sér við að svara. Eða átti við það, sagði ég, að ég hef reynt að herma eftir hvernig þú talar? Þetta er drengurinn sem á að fara með Jorga, sagði Zorab frændi minn. 28 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.