Heimilisritið - 01.07.1946, Qupperneq 32
loks fundum við eitt, sem frænda
mínum leizt mjög vel á, og fluttum
inn í það sama kvöldið. Það var
ellefu-herbergja-liús, þar var gas-
ofn, vaskur með rennandi vatni
og eitt herbergi með rúmi og
legubekk. Hin herbergin voru öll
tóm. Jorgi frændi minn kveikti
ljós, tók fram zítarinn, settist á
gólfið og fór að spila og syngja.
Það var mjög fallegt. Stundum var
það þunglyndislegt og stundum
fjörugt, en það var alltaf injög
fallegt. Ég veit ekki hve lengi
hann spilaði og söng, áður en hon-
um datt í hug að hann væri solt-
inn, en allt í einu spratt hann upp
af gólfinu og sagði: Aram, gefðu
mér graut.
Kvöld þetta eldaði ég hrís-
grjónagraut, sem var bæði saltur
og útþynntur, en Jorgi frændi
minn sagði: Aram, hann er alveg
afbragð.
Fuglarnir vöktu okkur um sól-
arupprás.
Vinnan, sagði ég. Þú byrjar sem
sé í dag.
í dag, sagði Jorgi frændi minn.
Hann skreiddist nöturlegur út úr
tómu húsinu, og ég litaðist um eft-
ir sófli. Ég fann engan sófl, svo
ég gekk út og settist á tröppurnar
við aðal-innganginn. Þetta virtist
vera dýrlegur hluti af veröldinni
við dagsljós. Það var ein gata með
aðeins fjórum húsum. Það var
kirkjuturn eilítið lengra burtu. Ég
30
sat á tröppunum um það bil eina.
klukkustund. Jorgi frændi minn
kom upp götuna á hjóli, hann ók
í kröppum sveigum af einskærri
gleði.
Ekki i ár, guði sé lof, sagði hann.
Hami datt af hjólinu niður í
rósarunna.
Ha? sagði ég.
Það er enga vinnu að fá, sagði
hann. Enga vinnu, guði sé lof.
Hann þefaði af einni rósanna.
Enga vinnu? sagði ég.
Enga vinnu, guði almáttugum
sé lof, sagði hann.
Hann bfosti við rósinni.
Hví ekki? sagði ég.
Vatnsmelónurnar, sagði hann.
Hvað um þær? spurði ég.
Uppskerutíminn er búinn, sagði
hann.
Þú skrökvar því, sagði ég.
Uppskerutíminn er á enda, sagði
Jorgi frændi minn. Þú verður að
trúa því sem ég segi, hann er á
enda.
Pabbi þinn malar á þér hausinn,
sagði ég.
Uppskerutíininn er á enda, sagði
hann. Lofaður sé drottinn, melón-
urnar eru allar komnar undir þak.
Hver hefur sagt það? sagði ég.
Óðalseigandinn. Óðalseigandinn
hefur sagt það, sagði Jorgi frændi
minn.
Ég trúi því, að hann hafi sagt
það, sagði ég. Hann hefur ekki
viljað særa tilfinningar þínar.
HEIMILISRITI3E>