Heimilisritið - 01.07.1946, Qupperneq 39
lesið bréfið sérðu, að það gerði eng-
an mismun“.
Chesham varð hugsað til þess,
hversu ótal margt fólk hafði feng-
ið aftur heilsu sína vegna uppgötv-
ana þess manns, er skrifað hafði
bréfið. Hann hætti að velta því
fyrir sér, hvaða ástæðu þessi mikli
vísindamaður hefði haft til að
skrifa Daníel. Hann sá að Mildred
var mikið niðri fyrir og las bréfið
upphátt.
„KÆRI Cheshann. Þér ályktuð-
uð rétt, er þér gátuð yður þess til,
í hvaða átt ég myndi nœst beina
tilraunum mínum. Þá leið þurfti
að fidlreyna. Ég var í þann veg-
inn að hefja rannsóknir í þessum
efnum og reiðubúinn til að helga
þeim alla krafta mína, þegar ég
fékk þessa óvcentu greinargerð yð-
ar, sem sannaði algerlega, að ár-
angurslaust var að reyna þá leið.
Nú er það yðar öruggu, vísinda-
legu niðurstöðu að þaklca, sem mér
er svo ómetanlegt að hafa fengið
frá yður, að ég get sparað mér
margra ára sleitulausar rannsókn-
n — .
„Hann gerði hina miklu upp-
götvun sína næsta ár á eftir“, greip
Mildred fram í. „Hann hafði náð
svo miklu lengra að öðru leyti í
tilraunum sínum, að Daníel gat
sér þess til. En þú skilur, að Daníel
fann ekki til neinnar öfundar, því
að —“
„Já“, sagði Chesham“, „ég skil“>
Hann horfði voteygur í kring um
sig í þessari þægilegu, gamaldags
stofu og óskaði þess af heilum hug,
að hann gæti lýst því með orðum,
sem hann nú skildi.
„— Því að“, hélt Mildred á-
fram, „þótt sönnun Daníels hafi
sýnt neikvæðan árangur, þá var
hún samt þýðingarmikil“.
,.Já“, sagði Chesham, „ég skil“„
Hann einblíndi út í bláinn og
hugsaði um hina skammlífu sigra
sína og um hinn ómetanlega hagn-
að, sem mannkynið hefði af fórn-
arstarfi hins óþekkta bróður hans„
„Já“, endurtók hann hægt. „Ég
skil“. Hann var enn að tala við
Mildred, en hann vonaði að Daní-
el gæti einnig heyrt til sín.
E N D I R
SKRÍTLUR
Á 'ANDAFUNDI.
Ekkja (á andafundi): „Ert það þú,.
Helgi?“
Andinn: „Já“.
„Líður þér vel?“
„Já, mjög vel“.
„Betur en þegar þú varst hjá mér?“
„Já, miklu betur".
„Það hlýtur að vera dásamlegur staður,-
himnaríki, er það ekki, Helgi?“
„Ég er ekki í himnaríki".
Á LEXVEIÐUM.
Ferðamaður: „Þetta er góð laxaá".
Laxveiðimaður: „Það hlýtur að vera. Ég
get ekki fengið neinn upp úr henni".
HEIMILISRITIÐ
37