Heimilisritið - 01.07.1946, Side 45

Heimilisritið - 01.07.1946, Side 45
stofunni, hvar Jacob Wait stóð yfir tveimur mönnum er voru að taka ljósmyndir af einhverju gulleitu dufti, sem dembst hafði á skrifborðið. Á gólfinu var hvítleitur stór blettur. Dúkur- inn var á litla teborðinu. Hún gat ekki farið inn í stof- una og tekið bréfið fyrir fram- an augun á þeim. Það væri næstum sama og að rétta þeim bréfið. Auk þess var óvíst að það væri þar enn. Hún varð að bíða þar til þeir færu. Hún þyrfti ekki að vera nema mínútu ein í stofunni. Hún varð að sæta lagi. Ekki gátu þeir meinað henni'aðgang að hennar eigin herbergjum. Jacob Wait leit upp og sá hana. Hann gekk í áttina til hennar og sagði: „Mér þætti vænt um að mega tala nokkur orð við yður eins- lega, frú Godden“. VII. KAPÍTULI Hann yfirheyrði hana svo sam- fleytt í fjórar klukkustundir. Tvisvar á meðan þeir spurðu hana í þaula, gáfu þeir henni heitt, sterkt kaffi, sem þeir komu með i hitaflösku er þeir létu á borðið við hliðina á blóðistokknum hnifn- um. Allt annað hafði verið tekið af því — pappírsarkir, bækur og annað. Kaffiflaskan og morðvopn- ið voru einu munirnir á svartri, gljáandi borðplötunni. Það kólnaði inni, því Ancill gleymdi að kynda, og þá lögðu þeir flónelsjakka, sem Ivan hafði átt, yfir herðar hennar. Þeir höfðu kveikt á öllum per- um í stofunni, og síðara hluta yf- irheyrslunnar beindu þeir ljósinu á standlampanum, hjá brúna hæg- indastólnum, beint framan í and- lit hennar. Auðvitað urðu þeir að gera það. Þetta var þeirra skyldustarf. Henni varð það smátt og smátt Ijósara. Hún var eina manneskjan, sem var í húsinu, þegar Ivan Godden var myrtur, að Ancill og Emmu Beek frátöldum, en þau héldu því fram, að þau hefðu bæði verið í eldhúsinum, þegar morðið var framið, svo að samkvæmt fram- burði þeirra gátu þau ekki verið sek. Hún hafði verið eiginkona hans. Hún vissi um hnífinn. Þeir komu oft að því atriði. Kannaðist hún við hnífinn? Já. Var hann einn af húsmununum? Já. En hann var nýr — til hvers átti að nota hann? Það var illgres- ishnífur. Þeir litu rannsóknaraugum á hann. Hm, hann var öllu líkari rýtingi, með mjótt tvíeggjað blað. Sennilega var þó hægt að nota hann til þessS Jacob Wait ræskti sig. HEIMILISRITIÐ 43

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.