Heimilisritið - 01.07.1946, Blaðsíða 45

Heimilisritið - 01.07.1946, Blaðsíða 45
stofunni, hvar Jacob Wait stóð yfir tveimur mönnum er voru að taka ljósmyndir af einhverju gulleitu dufti, sem dembst hafði á skrifborðið. Á gólfinu var hvítleitur stór blettur. Dúkur- inn var á litla teborðinu. Hún gat ekki farið inn í stof- una og tekið bréfið fyrir fram- an augun á þeim. Það væri næstum sama og að rétta þeim bréfið. Auk þess var óvíst að það væri þar enn. Hún varð að bíða þar til þeir færu. Hún þyrfti ekki að vera nema mínútu ein í stofunni. Hún varð að sæta lagi. Ekki gátu þeir meinað henni'aðgang að hennar eigin herbergjum. Jacob Wait leit upp og sá hana. Hann gekk í áttina til hennar og sagði: „Mér þætti vænt um að mega tala nokkur orð við yður eins- lega, frú Godden“. VII. KAPÍTULI Hann yfirheyrði hana svo sam- fleytt í fjórar klukkustundir. Tvisvar á meðan þeir spurðu hana í þaula, gáfu þeir henni heitt, sterkt kaffi, sem þeir komu með i hitaflösku er þeir létu á borðið við hliðina á blóðistokknum hnifn- um. Allt annað hafði verið tekið af því — pappírsarkir, bækur og annað. Kaffiflaskan og morðvopn- ið voru einu munirnir á svartri, gljáandi borðplötunni. Það kólnaði inni, því Ancill gleymdi að kynda, og þá lögðu þeir flónelsjakka, sem Ivan hafði átt, yfir herðar hennar. Þeir höfðu kveikt á öllum per- um í stofunni, og síðara hluta yf- irheyrslunnar beindu þeir ljósinu á standlampanum, hjá brúna hæg- indastólnum, beint framan í and- lit hennar. Auðvitað urðu þeir að gera það. Þetta var þeirra skyldustarf. Henni varð það smátt og smátt Ijósara. Hún var eina manneskjan, sem var í húsinu, þegar Ivan Godden var myrtur, að Ancill og Emmu Beek frátöldum, en þau héldu því fram, að þau hefðu bæði verið í eldhúsinum, þegar morðið var framið, svo að samkvæmt fram- burði þeirra gátu þau ekki verið sek. Hún hafði verið eiginkona hans. Hún vissi um hnífinn. Þeir komu oft að því atriði. Kannaðist hún við hnífinn? Já. Var hann einn af húsmununum? Já. En hann var nýr — til hvers átti að nota hann? Það var illgres- ishnífur. Þeir litu rannsóknaraugum á hann. Hm, hann var öllu líkari rýtingi, með mjótt tvíeggjað blað. Sennilega var þó hægt að nota hann til þessS Jacob Wait ræskti sig. HEIMILISRITIÐ 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.