Heimilisritið - 01.07.1946, Side 46

Heimilisritið - 01.07.1946, Side 46
„Hvenær hafið þér séð hann áð- <ur?" „Dag einn fyrir þremur vikum". „Hvernig vildi það til?“ „Hann hafði verið keyptur þann -dag“. „Hvaða dag?“ „Atjánda marz“. „Jæja, þér munið daginn svona, inákvæmlega?" „Já. I»að var daginn, sem mað- vurinn minn lenti í bílslysi og slas- .aðist lífshættulega“. „Hvar sáuð þér hnífinn?“ jHérna í heTberginu“. „Hverjir voru fleiri viðstaddir?" „Maðurinn minn og Ancill auð- vitað. Hann kom með hnífinn“. ,Hvernig vissuð þér, að það var illgresishnífur?“ „Ancill sagði það. Hann kom með fleiri áhöld um leið“. „Hvaða áhöld?“ „Trjáklippur, málningarpensla, annan hníf líkum þessum, bara með styttra blaði. Ancill sagði, að þessi væri af nýjustu gerð“. „Sagði hann nokkuð annað?“ „Nei-jú — eitthvað um að hann væri beittur“. „Og þér munduð það. Þér hafið hugsað um að hann væri gott morðvopn“. „Nei, nei!“ „Hvað gerðuð þéi svo við hníf- ínn?“ „Ekkert. Ég snerti ekki við hon- um“. ,Hvað varð um hnífinn?“ „Ég veit það ekki. Ancill skildi pakkann eftir með öllu saman á skrifborðinu hjá Ivan“. „Hvenær sáuð þér hann næst?“ „Ég sá hann ekki oftar“. Hún þagnaði til þess að hugsa sig um, eins og hún gerði oft. „Pakkinn var á skrifborðinu. Ég skrapp í heimsókn til Verity. Þeg- ar ég kom aftur held ég að hann hafi enn verið þar; já, ég man það einmitt“. „Hvar var hann svo látinn?“ „Það veit ég ekki. Við fengum skilaboð um að Ivan hefði slasast, og í nokkra daga var allt — á ringulreið. Ég beinlínis man ekk- ert eftií' því. Við fórum strax til sjúkraihússins“. „Maðurinn yðar slasaðist mjög hættulega?“ „Já“. „Sat hann sjálfur við stýrið, þeg- ar slysið varð?“ „Nei, Ancill“. „Læknirinn kveðst hafa verið staddur hér, þegar tilkynnt var um slysið, og að þér og mágkona yðar hafi tafarlaust farið í sjúkra- húsið“. „Já, svona fimmtán mínútum síðar. Blakie fór á undan og bað okkur um að hringja í sjúkrahús- ið og biðja um að hafa skurð- stofu tilbúna. Svo fórum við á eft- ir í litla bílnum“. „Stýrðuð þér?“ 44 HEIMILISRITEÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.