Heimilisritið - 01.07.1946, Síða 51

Heimilisritið - 01.07.1946, Síða 51
HÚN ELSKAR HANN Sp.: Kæra Eva. Eg er ung og vantar alla lífsreynslu. En ég er leynilega trúlofuð manni, sem ég elska meira en allt annað. Mig langar þess vegna til að leggja fyrir þig faeinar spurningar. Þú verður að fyrir- gefa, hvað þær eru barnalegar. 1. Er rétt að síma til hans, þó að ég eigi ekki brýnt erindi við hann? 2. Ég þarf að vakna snemma til vinnu og það kemur fyrir að hann er lengi fram eftir í heimsókn hjá mér. Hvernig get. ég gefið honum í skyn, að hann verði að fara, án þess að inóðga hann? 3. Stundum sitjum við ein saman og erum í vandræðum með, hvað við eigum að tala saman um. Er það af því, að við eigum of fátt sameiginlegt? Ilanna. Sv.: 1. Nei, hringdu ekki mjög oft til hans og aldrei án þess að hafa ástæðu. 2. SkjaJIaðu hann og láttu sem þú sért undrandi yfir því, hvað tíminn hafi liðið fljótt; þú hafir haldið að klukkan hafi ekki verið nærri því svona margt. Komdu honum í skiluing um að nú megir þú ekki leyfa þér að vaka lengur. En vertu á- kveðin. Hann mun skilja þig og ldakka til næstu samfunda ykkar. 3. Þið eruð ef til vill þögul að eðlis- fari. I heimahúsum er þögnin líka gulls ígildi, og ef þú ert gefin fyrir kyrrð og ró skaltu gæta þín að tala ekki of mikið. Þöglir menn ,sem reyna að vera skemmti- legir verða venjulega hið gagnstæða. Þeir fara í taugarnar á viðstöddum, af því tal þeirra virkar uppgerðarlegt. Hinsvegar geta sumir alllaf talað um eitthvað öðrum til skemmtunar, af því að þeir eru þannig gerðir. Reyndu að kynnast sjálfri þér og kunna hóf í öllu. Þegar þú ert sjálfri þér sam- kvæm er sennilegt að hann njóti nærveru þinnar bezt. YFDRSJÓN EIGINMANNS Sp.: Maðurinn minn hefur unnið um tíma í fjarlægu héraði og hef ég sannfrétt, að hann leggi lag sitt við kvenmann, sem er nágranni hans þar og sem hefur vafasamt orð á sér. Finnst þér ekki rétt að ég krefjist skilnaðar? Við höfum að vísu verið hamingjusöm í hjónabandi okkar. Við erum barnlaus og bæði rúmlega þrítug. Ég elska hann innilega, og framkoma hans kvelur mig því meira en tárum taki. K. Sv.: Ég trúi ekki öðru en að eigin- maður þinn sjái fljótlega að sér, að hann komist að raun, hvemig þessi stúlka er og iðrist veikleika síns. Hugsaðu ekki um skilnað fyrst um sinn. Þú getur skrifað honum hlýleg og glaðleg bréf og vakið hjá honum löngun til að koma til þín. Ef þú skammar hann og skapraunar hon- um í bréfum þínum ferðu villu veg- ar. Gefðu honum í skyn að þú njótir lífsins í ríkum mæli. Ef þú elskar hann, eins og þú segir, þá sérðu eftir HEIMILSRITIÐ 49

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.