Heimilisritið - 01.07.1946, Síða 60

Heimilisritið - 01.07.1946, Síða 60
inu og barði í þilið og kunni alls ekki að meta list mína. Þá flúði ég inn í baðherbergið og hélt þar á- fram. Berlín, 6. nóvember 1940. Roosevelt var kjörinn forseti í þriðja sinn! Það er rokna löðrungur fyrir Hitler og Ribbentrop og alla nazistastjórnina. Hitler hefur alltaf borið holla virðingu fyrir Roosevelt og jafnvel haft nokkurn beyg af honum, því að hann er exnn hinna fáu, miklu lýðræðisforingja, sem fram hafa komið síðan beimsstyrjöldinni lauk, og hann getur verið harður í horn að ta'ka. Hvemig var í Frakklandi og hvernig í Englandi, þangað til Churchiil tók við? Og hann dáir Stalin fyrir seiglu hans. Gengi Hitlers er að nokkru leyti þeirri heppni hans að þakka, að miðlungsmenn höfðu örlagaþræði lýðræðisríkjanna í ’hendi sér, svo sem þeir herrar Daladier og Cham- berlain. Mér er sagt, að síðan Hitler hvarf frá innrás í Bretland í haust, styrkist hann æ meira í þeirri trú, að Roosevelt sé versti fjandmaður hans og erfiðasti Þrándur í Götu hans til heimsyfirráða og jafnvel tii þess að fullsigra Evrópu. Og það er efalaust, að hann og fygli- fiskar hans reistu sér glæstar vonir á ósigri Roosevelts. Jafnvel þó að Wilkie snerist til fullkomins fjand- skapar við Þjóðverja, töldu nazist- ar víst, að yrði hann kosinn, mundi verða tveggja mánaða millibilsá- stand í Washington og á meðan yrði ekkert úr framkvæmdum til hjálpar Bandamönnum. Þá hugðu þeir, að í enn fleiri mánuði yrði hikað og fálmað á meðan Wiikie væri að taka stefnuna^svo óreynd- ur sem hann er í stjórnmálum og heimsviðskiptum. Ríki nazistanna hlaut óhjákvæmilega að græða á þessu. En nú eiga nazistar Rooseveit að mæta í fjögur ár enn, Roosevelt, sem Hitler hefur mörgum sagt, að eigi höfuðsök á því, næst Winston Churchill, að Bretar þverskallast og veita honum viðnám. Það var engin furða, þó að andlitin dyttu af þeim í Wilhelmstrasse, þegar það fréttist, að Roosevelt hafði sigrað. Berlín, 9. nóvember 1940. Þjóðverjar segja ýmasr skrítkir um þessar mundir. Hér er sýnis- horn: Flugvél hrapar með þá Hitler, Göring og Göbbels, og hún fer í mola. Þeir farast allir. Hver bjarg- ast? Svar: Þýzka þjóðin. Maður nokkur frá Köln hefur sagt eftirfarandi sögu og fullyrðir, að hún sé sönn: Framh. í ncesta hefti. 58 HEIMILISRITÍÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.