Heimilisritið - 01.07.1946, Síða 62

Heimilisritið - 01.07.1946, Síða 62
GÚSTI, eiginmaður Önnu kem- ur inn í stofuna, án þess að hún verði þess var. Þegar hann heyrir síðustu setninguna, tekur hann það ráð, að standa á hleri þar sem hann er, á meðan símtalið stendur yfir. — Einu sinni varstu mikið að hugsa um Jón. — Jæja — já — finnst þér? — Elsku bezta, já, ég verð líka að nota tímann. En þú getur ekki ímyndað þér, hvað ég hlakka til á sunnudaginn; — Beta — mér er sama, hvort það verður Georg, Stefán eða Karl — ég skal svei mér fá tækifæri til að gæla við hann, gera hann vitlausan í mér — já, ég veit. — Vertu bless, Betty, bless. Þegar símtalinu er lokið kemur hún auga á Gústa. SKRÍTLUR ,.HEPPINN“. Kalli: „Varstu heppinn á veðreiðunum á sunnudaginn?" Pétur: „Það var ég sannarlega! Ég fann túkall eftir úrslitahlaupið, svo að ég þurfti ekki að ganga heim“. MJÖG HÁS Frænkan: — Hvernig líður litla bróður, Mummi minn? Mummi: — Hann er alltaf lasinn og allt- af hás. Hann er svo hás, að ef hann gæti talað, kæmi hann ekki upp nokkru orði. 60 — Nei, sæll, elsku Gústi minn! Ég heyrði þig alls ekki koma! Hann: — Nei, því trúi ég vel — það var víst ekki alveg eftir prógramminu, að ég skyldi hlusta á þetta samtal, eða hvað? Ertu annars alveg búin að missa þessa litlu glóru, má ég spyrja? Hver er þessi Beta? Líklega einhver úr bransanum. — Ertu annars alveg orðin snarvitlaus? Hvað er þetta eiginlega? Hún: — Elsku, bezti Gústi minn. Hvernig talarðu? Veiztu ekki að við erum boðin til Betu og Jónas- ar í skírnarveizlu á sunnudaginn? — Við vorum að tala um, hvað drengurinn ætti að heita! ENDIS GÖMTJL EN GÓÐ — Hefurðu heyrt að Kalli Karla er hættur að drekka? — Nei, úr hverju dó hann? TVÖ SJÓNARMIÐ Bjartsýnismaðurinn segir: Glasið mitt er hálffullt. Svartsýnismaðurinn segir: Glasið mitt er hálftómt. UM TVENNT AÐ RÆÐA. „Hvar er Jón i dag?“ „Ef hann er eins góður kajak-rœðari og hann heldur, þá er hann úti á kjajak, en ef liann er ekki betri en ég held að hann sé, þá er hann að synda". HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.