Heimilisritið - 01.07.1946, Page 64
HVAÐ VARÐ UM KRÓNUNA?
Þrír menn komu í gistihús og báðu
um þrjú einstök herbergi. Hvert her-
bergi kostaði 10 krónur um nóttina
svo að mennirnir borguðu gestgjaf-
anum alls 30 krónur fyrir húsnæðið.
Morguninn eftir sá gestgjafinn að
sanngjarnt hefði verið að leigja
þeim herbergin fyrir25kr.Hann kall-
aði því í son sinn og skipaði honum
að fara með 5 krónur og endurgreiða
þær. Drengurinn var óheiðarlegur
og borgaði hverjum hinna aftur að-
eins 1 krónu en stakk sjálfur á sig
2 krónum.
En nú er eitt til athugunnar. Gest-
irnir borguðu raunverulega 9 krónur
fyrir hvert herbergi, en ekki 10 krón-
ur. Það verða alls 27 krónur. Dreng-
urinn sló eign sinni á 2 krónur, en
það verða samtals 29 krónur. Hvað
varð þá um eina krónuna?
VEÐREIÐARNAR
Til úrslita á veðreiðum kepptu
þrír hestar er hétu Léttfeti, Sörli og
Jötunn. Eigendur hestanna, burtséð
frá röð þeirra, hétu Lárus, Bjami og
Sigurður.
Léttfeti fór úr liði um öklann í
byrjun hlaupsins.
Hestur Sigurðar var ungur, brún-
skjóttur foli.
Sörli hafði áður unnið samtals
15.000 krónur í veðhlaupum.
Bjami tapaði miklu veðfé, þótt
hestur hans hefði næstum því unnið
hlaupið.
Hestur sá sem sigraði var jarpur.
Þetta var í fyrsta skiptið, sem
hestur Lárusar hafði tekið þátt í
veðhlaupum.
Hvað hét hesturinn sem vann
hlaupið?
HVERSU MARGHt SVARTUt?
Hversu margir svartir reitir eru
á taflborði?
SYNIRNHt ÞRÍR.
Smith, Brown og Jones áttu sinn
hvern uppkomna soninh, er auðvitað
báru ættarnöfn feðra sinna. Einn
sonanna var stjómmálamaður, ann-
ar bankamaður og sá þriðji lögfræð-
ingur.
1. Lögfræðingurinn lék oft tennis
við föður sinn-
2. Brown yngri kallaði stjóm-
málamanninn ofstækismann.
3. Faðir stjómmálamannsins lék
golf á hverjum miðvikudegi, við ann-
an hinna eldri mannanna.
4. Smith eldri hafði verið máttlaus
í fótunum frá því í æsku.
Hvað hét lögfræðingurinn?
Svör á bls. 64.
62
HEIMILISRITIÐ