Heimilisritið - 01.05.1948, Síða 11
sér \ ið hann. Matur var honum
aðeins gefinn, þegar hann virtist
svangur. Eftir tvær vikur var
hann fær um að setjast upp.
Sautján mánaða gamall var
hann farinn að ganga. Sex ára
gamall fór hann í skóla og veitt-
ist námið létt. Barnið sem allir
héldu, að „vantaði eitthvað“,
varð mesta efnisbarn og full-
komlega heilbrigt.
Henry litli var tveggja ár'.'t
gamall og mjög heilsuveill. Hann
hafði stöðugt harðlífi og vætti
buxurnar á tíu mínútna fresti.
Eí' hann var beðinn um að géra
eitthvað — eða bannað að gera
eitthvað — snéri liann sér til
veggjar og fór hjá sér. Hann virt-
ist andvígur öllu og öllum, borð-
aði lítið, og átti jafnan bágt með
að komast í værð, encía þótt
hann virtist dauðþreyttur.
Með nákvæminni meðferð
uppeldisstofnunarinnar, tók
Henry smám saman að jafna sig
eftir hina miklu hræðslu og ör-
yggisleysi, sem skilningsskortur
foreldranna hafði valdið honum.
Hann var aldrei ávítaður. Eftir
þrjá mánuði var hanri orðinn
eðlilegur. Þarna var drengur,
sem að því var kominn að missa
vitið, einungis sökmn þess að
foreldrarnir skildu hann ekki og
ólu hann upp andstætt því sem
var honum eðlilegt.
Börn eru jafnan andvíg því að
verið sé að troða í þau mat. Eða
eins og dr. Milton J. E. Senn við
Cornell Medical College hefur
sagt: „Fyrsta ávið vex barnið
hraðar en á nokkru öðru skeiði
ævinnar, það tvöfaldar þunga
sinn á fyrstu fimm eða sex mán-
uðunum og þrefaldar hann á
fimm eða sex næstu“.
Gegnumlýsingar sýna, að það
tekur ungbarnið frá einni og upp
í fjórar klukkustundir að melta
fæðu. Ef barninu er gefið að
borða áður en fyrri matar-
skammtur þess hefur meltst,
getur barnið hæglega fengið
uppköst, magaveiki og lystar-
leysi. En þegar börnuin er gefið
að borða með minnst fjögurra
tíma millibili, langar flest þeirra
mikið í matinn og njóta hans vel.
Ef hungrað barn er hins veg-
ar ekki mettað, veldur það
hræðslutilfinningu og öryggis-
leysi. Þess vegna er nú svo kom-
ið, að dr. Senn og aðrir sérfæð-
ingar eru orðnir þeirrar skoðun-
ar, að barnið eitt sé fært um að
dæma um það, hvenær eigi að
mata það, því það finni þezt,
livenær maginn sé orðinn tómur
og gráti þá eðlilega eftir mat sín-
um. Þessar hungur-„hræringar“
þess, sem í fyrstu geta verið
mjög kenjóttar og óreglulegar,
verða brátt reglulegri eftir þyí
sem líður.
Þegar þessi aðferð er notuð,
HEIMILISRITIÐ
9