Heimilisritið - 01.05.1948, Síða 17

Heimilisritið - 01.05.1948, Síða 17
meðan. vagninn brunaði áfram ei'tir vegum, sem urðu æ mjðrri og mjórri. Brátt breiddi heiðin úr sér umhverfis þau, margar mílur á alla vegu. 1‘aö var ekki ætlun hennar að setja blett á sitt eigið nafn, eða verða fyrir fjandskap frú Pitman-Palm- er, >em var áhrifarík kona í litla þorpinu, og gat orðið óþægileg- ur óvinur, ef hún kæmist að því að Elissa hefði gert sér hægt.'um hönd og numið hinn fræga rit- höíund á brott. Nei, ráðagerð hennar var snjallari en svo. Hún hætti engu sjálf. Góðvinur Evu, Jaek Barlow, var hlutdeildar- maður í þessu smávægilega mannráni. Hann myndi koma fram á, leiksviðið í næsta þætti. Elissa brosti við tilhugsunina — brosi, sem Roger Bayard fannst ■töfrandi. ..Við eigum ofurlítinn sumar- bústað hérna á heiöinni", sagði Elissa. „Við förum þangað stimdum um helgar. En nú er orðið nokkuð langt síðan við höfum komið þangað, enda var brotist þar ’inn i fyrra. Eg hafði hugsað mér að sækja þangað ýmsa hluti og fara með þá heim, ef yður er það ekki á móti skapi?“ ..Það er ágætt“, sagði hann. ,.ðlér finnst allt gott, sem þér gerið, Eiissa“. i AUGU Elissu urðu ofurlítið fjarræn og slcömmustuleg, og brosið hvarf. Þegar hún samdi áætlun sína, hafði hún ekki gert ráð fyrir, að hann væri svona að- laðandi og elskulegur. Hún sá það á lionum, að hann naut ferðarinnar og var innilegadrrif- inn. Það var skammarlegt að gabba hann á þennan hátt. Hann yrði að líkindum sár og bitur við hana. En Elissa hlaut að taka meira tillit til Evu en þessa ókunna manns. Eva var fátæk' og hafði hætt ölhi í þessa leik- sýningu. Hann var einn af"þeim fáu rithöfundum, sem græddu stórfé á ritmennsku sinni. Það gat ekki gert honum neitt, þótt hann missti af þessu kvöldi, en hitt væri óbætanlegt tjón fyiár Évu, ef hann tæki frá henni alla leikhúsgestina. Hún stæði eflir slypp og snauð, og það mátti ekki koma fyrir. „Nú erum við nærri komin“, sagði Elissa. „Við getum hitað okkur kaffisopa“, bætti hún við. ,A7ið eigum kaffi, niðursoðna mjólk, kex og tvíbökur í bú- staðnum — hafi þjófar ekki ver- ið þar á ferð aftur“. - „Það verður indælt“, sagði hann. Hann brosti og hallaði sér aftur á bak. Vindurinn stóð í þykkt hár hans. EIissu leið æ ver. En þetta varð að gerast. HEIMILISRITIÐ 15

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.