Heimilisritið - 01.08.1948, Side 36

Heimilisritið - 01.08.1948, Side 36
manneskjum hús, sem þau hafa aldrei séð, getur gert mann snar- ruglaðan". „Já, sannarlega, þegar það er líka manns eigið hús, og salan hefur svona mikla þýðingu fyrir okkur“, sagði Hazel. „Ef eitt- hvað færi út um þúfur núna, þá, já, þá veit ég ekki hvað ég myndi taka til bragðs“. „Það fer ekki út um þúfur. Þab getur ekki átt sér stað“. Klint lék með fingurgómunum á borðplötuna til að róa taugarn- ar. „Þau skrifuðu okkur þannig. Þessi Brownhjón eru gott og á- byggilegt fólk og langar til að flytja út í sveit, og þau eru hæst- ánægð með allt, sem þau hafa heyrt um húsið. Ef þau verða á sömu skoðun, þegar þau hafa skoð'að það, hitta þau okkur .í bankanum á morgun og ganga frá kaupunum“. „En ef þeim skyldi ekki geðj- ast að því? Ef —“ Hazel hafði horft á umferðina, en nú sneri hún sér við og starði umhverfis sig í stofunni. „Nei“, sagði hún, „það er bjánalegt að láta sér koma slíkt til hugar. Jafnvel þó að við segjum það sjálf, þá er ekki til betra fimm herbergja hús í öllu fylkinu. Þau ættu að verða beinlínis hrifin af því“. „Vissulega“, sagði Klint. „Mér datt það strax í hug, er þau svör- uðu auglýsingunni. Manstu? Eg sagði, að hjón eins og þau, sem vildu draga sig í hlé og lifa á eft- irlaunum eða einhverju slíku, gætu ekki fundið betri stað, hvar sem þau leituðu“. „Já, þú sagðir það, þegar þú hafðir lesið þann hluta bréfsins, þar sem þau sögðust vera orðin leið á borginni. Þú —“ Hazel þagnaði .meðan hún velti fyrir sér nokkru, sem henni kom nú fvrst í hug, þótt þau væru búin að ræða þetta oft og mörgum sinnum. „Það er skrítið, að þessi eina setning skyldi nægja til að gera okkur ljóst, að þau væru gömul, finnst þér ekki? Ég man nú, að það er ekki vikið einu orði að aldri þeirra í bréfinu, eða í bankatryggingu þeirra“. „O, sei, sei“, sagði Klint. „Það hefði ekki verið vandi að reikna það út, þó þau hefðu ekkert skrifað. Það leiðir af sjálfu sér, að þau hljóta að vera gömul. Þér dettur þó varla í hug, að nokkur ung hjón myndu láta sér koma til hugar að yfirgefa allt og grafa sig hér úti í afkima?“ „Nei, auðvitað ekki. Það er rétt eins og við sögðum um okk- ur sjálf“, sagði Hazel. „Sveitin er góð, svo langt sem hún nær, en hún nær ekki nógu langt. Ef maður vill komast áfram, verð- ur maður að vera þar sem eitt- hvað' skeður og hafa svigrúm". 34 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.