Heimilisritið - 01.03.1949, Page 26

Heimilisritið - 01.03.1949, Page 26
vegna þess, að hann þekkti þau betur en hana. Einn góðan veð- urdag myndi hann einnig hlæja og tala til hennar. Hann stóð upp af skrifborði ungfrú Stern og nálgaðist Mimi. Skyldi hann koma og tala við mig? hugsaði Mimi. Hún hafði nú verið hér í þrjár vikur, og ennþá hafði hann eklci sagt eitt orð við hana. „Ungfrú Mersero“. „Já?“ „Það er eitt, sem ég vil segja yður. Hafið þér nokkuð á móti því að sleppa að bjóð'a góðan daginn, þegar þér komið?“ „Má ég ekki . .. Það tíðkast ekki hér, eða hvað?“ „Við getum ekki fellt okkur við það. Þetta er enginn kvenna- skóli“. Hún fölnaði og leit undan. Hún hafði aldrei heyrt þennan tón áður, en það var ekki um neitt að' villast. Hann getur ekki fellt sig við mig, hugsaði hún undrandi, en af hverju? Þegar hún leit á hann aftur, lirukkaði hann ennið. Hann kveikti sér í sígarettu og fleygði eldspýtunni á gólfið. „Þér skiljið það auðvitað ekki“, hélt hann áfram. „Lesið þér nokkurntíma tímaritið okk- ar?“ „Já, ævinlega. í hverri viku". „Og hvernig finnst yður það?“ „Mér finnst það gott“, sagði hún. Það hljómaði í rauninni innantómt, því að í raun og veru var hún logandi af hrifn- ingu. „Eg hef verið áskrifandi í sex ársfjórðunga", bætti hún við. „Hafið þér það? Það var dá- laglegt. Og beinlínis kátlegt, þegar þess er gætt, að við tök- um ekki með neinum silkihönzk- um á þeirri manntegund og stétt, sem þér tilheyrið. En yð- ur fellur það vel í geð, segið þér?“ „Já“, sagði hún vandræða- lega. Hún óttaðist, að tár kæmu fram í augu sín, svo hann sæi, hversu henni sárnaði. „Það er ótrúlegt“, hélt hann áfram. „Það er líka ótrúlegt, að frænka Bristows, þessi gamla, fína frú í Brooklyn, skuli kosta þetta blað, sem leitast við að afmá allt, sem segja má, að liún sé fulltrúi fyrir! Og svo keinur Bristow og tilkvnnir mér, að liann hafi veitt yður starf hér sem bókagagnrýnandi. Stúlku af yð'ar gerð! En þér hafið víst á- nægju af því?“ Hún leit á hann með örvænt- ingarfullri viðleitni til að sýnast blátt áfram. „Ef til vill ætti ég helst að fara mína leið“, sagði hún. „Ég vissi ekki, að þér lituð 21 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.