Heimilisritið - 01.03.1949, Síða 30

Heimilisritið - 01.03.1949, Síða 30
Hún lor með neðanjarðar- brautinni. Það var kalt og bjart veður. Hún var í stuttri loð- kápu og með lítinn, svartan hatt, mjög látlaust búin, en hún fann, að útlit liennar var þó of ríkmannlegt. Hún gekk liægt frá stöðinni heim að húsinu, því að hún var taugaóstyrk. Hann bjó á neðstu hæð. Þeg- ar hún hringdi, lauk hann upp. „Bíður bíllinn yð’ar?“ spurði hann. „Eg kom með neðanjarðar- brautinni“, sagði hún. Hann fylgdi henni inn í vinnu- stofu sína. Henni geðjaðist strax vel að stofunni með grá- uin veggjum og gráum húsgögn- um. „Eg hef sjálfur útbúið þetta allt — hér áður fyrr“, sagði hann. Hún sá, að hann var hreykinn af stofunni og dáðist að öllu. En með sjálfri sér var hún óróleg, næstum smeyk. „Eruð þér aleinn?“ „Já“, sagði Anderson, „en ef þér óskið, get ég vel shnað eftir einhverjum“. Hann -sagði það stuttaralega,' og honum hafði ekki stokkið bros. „Hvers vegna eruð þér svona afundinn?" spurði hún. „Hvers vegna báðuð þér mig að koma, úr því þér eruð’ svona gramur við mig?“ Hann stóð 4 miðju gólfi og horfði á hana þungbrýnn. „Eg vildi að þér gætuð séð sjálfa yð- ur“, sagði hann, „með hvíta hanzka og háhæla skó. Borgara- stéttin lætur svo lítið —“ „Eg held ])að sé bezt ég fari“, sagði hún. „Þér eruð bæð’i óvin- gjarnlegur og ósanngjarn?“ „Fjandinn háfi það“, sagði hann, „það er af því að ég elska yður — og ég veit ekki, livað ég á að gera“. „Elskið þér mig?“ „Já, því miður. Það er mér ])vert um geð, en ég get ekki hrundið yður úr huga mér. Allan daginn í skrifstofunni, jafnvel þegar ég er önnum kafinn, hugsa ég stöðugt um yður. Og á kvöld- in, þegar þér farið, tekur mig sárt að sjá yður fara. Eg held þá alltaf, að eitthvað muni koma fyrir yður“. Hún elskaði hann og hafði lengi elskað hann. Henni fannst hann svo töfrandi í þessari ástæðulausu afbrýðisemi. „En hvers vegna er svona slæmt að elska mig?“ spurði hún. „Hvað á ég að gera við því?“ „Hvað gerir annað fólk, þegar svona stendur á?“ „Nei“, sagði hann allt í einu. „Ef til vill haldið þér líka, að þér kærið yður eitthwað um mig. En það’ gerið þér ekki. Þér getið það blátt áfram ekki. Þegar Bristow er búinn að vera hér átta daga í viðbót, komizt þér 28 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.