Heimilisritið - 01.03.1949, Page 58

Heimilisritið - 01.03.1949, Page 58
Priscillu og Jönu. Þ.cr þyrftu á þcim að halda næsta morgun. „Eg sc, að þú munir kunna við þig hér,“ sagði Priscilla allt í einu. „O, það er svo yndislega fallegt hér og friðsælt!“ svaraði Jana. „Friðsælt! . . Já, við skulum vona það.“ VIÐ hádegisverðarborðið hittí Jana hina þrjá gesti hússins. Jackson Blaithe, átján ára gamlan pilt, frænda Priscillu; Erskine Triggs, drumbslegan, þöglan lögfræðing og dóttur hans, Iuralega beinaleggju, scm rak öðru hvoru upp hvellan, frekjulegan hlátur. Ffún greip járnhörðu taki um hönd Jönu, auðsjáan- lega fegin því að liitta stúlku á líkum aldri og hún var sjálf. Priscillu virtist fremur í nöp við þau öil. En hún reyndi að vera vingjarnleg og naut þess, hversu mjög þau dáðust að henni. Það var talað við borðið, og virtist Á- gústa kunna því vel. En þegar kaffið var horið inn, tóku Iögfræðingurinn, dótt- ir hans og Jackson að spyrja Jönu spjör- unum úr um ástandið í Evrópu. Hún leysti úr spurningum þeirra eftir getu, cn Priscilla sá, að henni féll illa að ræða um þessi mál og þaggaði niður í þeim. Ágústa frænka breytti strax um um- ræðuefni og spurði Priscillu um John, þorparann þann arna, sem aldrei kæmi í heimsókn til hennar. Sem betur fór tók enginn eftir svipbreytingu Jönu, þegar nafn Johns var nefnt, og skömmu síðar stóðu þau öll upp frá borðum. Jana og Priscilla sáu hina gestina ekki oft, hvorki fyrsta daginn né síðar. Triggsfeðginin voru á sífelldu ferðalagi um sveitina og borðuðu þá á öðrum bæjum.' Jáckson Blaithe cyddi ölluni dögum og hálfum nóttunum hjá ein- hverjum nágrönnum, þar sem hann var ástfanginn af bóndadótturinm. Að nnnnsta kosti hélt Ágústa því fram, og hún nefndi hann fífl, án þess að skýra það nánar. Við Jönu var Ágústa frænka viðmóts- þýð, en krafðist þess miskunnarlaust, að hún riði út með henni á hverjum morgni. Priscilla neitaði algjörlega að fara á fætur „á nóttunni." „Ef þú hefð- ir ekki orðið eftirlæti Ágústu — ekki veit ég hvernig þú hefur farið að því — gætir þú líka sofið eins og þig lyst- ir,“ sagði hún stríðnislega við Jönu, sem vandist því fljótt að fara á fætur klukkan sex og leggja af stað með Á- gústu. Þær riðu þrjár til fjórar mílur út í sveitina, eftir árbökkum, þar sem lygnar ár liðu fram, og götutroðning- um meðfram ökrunum. Þær spjölluðu saman um Evrópu, Ameríku, sveitina og hestaéldi. „Auðvitað er það heimsku- Iegt,“ sagði Ágústa, „en ég vildi óska, að menn hættu að framleiða bíla í þessu landi, en kæmu sér allir upp hestum í þeirra stað.“ Um kvöldið gat Jana talið Priscillu á að fara í skemmtigöngu. Þegar þær komu heim aftur, var orðið rökkvað, og þegar þær gengu inn í setustofuná, námu þær staðar samttmis. „Velkomiiar!" sagði rödd í myrkrinu. John Blaithe stóð og hallaði sér upp að arninum, sem skíðlogaði á. Hann hélt á vínglasi, hatturinn og frakkinn lágu á stól. Hann var í borgarfötum og virtist einhvernveginn ekki sóma sér í þessu umhverfi. Priscilla fór ekki í launkofa með von- 56 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.