Heimilisritið - 01.03.1949, Side 61

Heimilisritið - 01.03.1949, Side 61
leiðis Jolin. Það var erfitt að hugsa sér ástúðlegri og samrýmdari systkin — engum hefði til hugar komið hvemig þau heilsuðust fyrir rúmri klukkustund. Nú fannst Jönu hún hafa hegðað sér kjánalega að taka þau svona alvarlega. Carsden sat við hliðina á Priscillu við borðið. f fyrstu hafði Jönu virzt hann eldri en hann var. Það var eitthvað drengjalegt í fari hans, cr stakk í stúf við hörkulegt andlitið, og Jana komst að þeirri niðurstöðu, að hann gæti alls ekki vcrið eldri en fertugur. Ef til vill hefur það stafað af vín- inu, sem Jana var úvön, en hafði þegið til að róa taugamar, að hún hafði þá kynlegu tilfinningu, að eitthvað úvenju- legt myndi þá og þegar gerast. Hún fann sjálf, að þetta hugboð var alveg út í bláinn, en það kom henni til að minnast leiks, er hún hafði sjálf fundið sér til sem bam, þegar henni varð fyrst ljúst, að fúlk var ekki allt þar sem það var séð. Hún hugsaði sér hið leynda, sanna eðli manna í Iíki einhverra dýra. Af þessu hafði hún ekki einasta skemmt- un, heldur hjálpaði það henni einnig til að átta sig á hinum undarlega heimi fullorðna fúlksins. Ef til vill kom henni þetta í hug nú, vegna úljúsrar endur- miningar um það, er John hafði eitt sinn sagt við hana: „Þú ert skrítin kind.“ En ekkert sérstakt gerðist. Carsden talaði um nýjar flugvélategundir, og Jana varð steini lostin er það kom upp úr kafinu, að Priscilla kunni að stjúrna flugvél. Þau brostu öðm hvora hvort til annars, en þau minntu Jönu á há- karla, sem eru reiðubúnir til bardaga. Bettjna hafði ekki hrossaugun af John. Og hverskonar dýr var hann, það gat Jana ekki gert sér ljúst — refur, spor- hundur, veðhlaupahestur? Ágústa ein var eins og hún átti að sér, röskleg og hispurslaus, og úvenju ánægð þetta kvöld. Eftir kvöldverðinn settust Carsden og Triggs inn í skrifstofuna til að ræða samninga. Ágústa, Priscilla, John og Bcttína spiluðu bridge. ,,Þú verður að læra það,“ sagði Priscilla við Jönu. Hún var látin setjast milli systkinamia til að læra af þeim. Þegar klukkan slú tíu, gekk Ágústa til náða eins og venjulega, eftir að hafa fullvissað sig um, að John ætlaði að ríða út með henni næsta morgun. Um leið og hún var horfin úr augsýn, gekk Pris- cilla að skrifstofudyrunum og lauk upp án bess að drepa á dyr og spurði, hvort þeir væru ekki búnir að vinna í bili. Lögfræðingurinn maldaði í múinn, en Carsden kom þegar í stað út og spurði hvað Priscilla Iegði til málanna. „Við gætum farið í Gömlukrá í Paign ton. Þar er ágæt hljúmsveit,“ gall Bettina við. Faðir hennar andmælti, en John þaggaði niður í honum með því að styðja tillöguna. „Já, það skulum við gera,“ samsinnti Priscilla einnig. Það hljúmaði eins og hrúp. Jana hikaði andartak, bað síðan Pris- cillu að afsaka sig; hún kysi heldur að vera heima, því að hún hafði verið á fútum síðan klukkan sex og væri orð- in þreytt. „Auðvitað, Jana,“ svaraði Pris- cilla og hafði auga með John, sem var að hjálpa Bettinu í kápuna og lézt ekki veita þessu athygli, en Jana sá, að hon- um þútti miður. Eftir andartak kom HEIMILISRITIÐ 59

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.