Heimilisritið - 01.12.1949, Page 14

Heimilisritið - 01.12.1949, Page 14
nokkra kaffipakka, áður en allt varð um seinan, hefur hitað á könnunni. Setjumst við nú að veizluborði hans og röbbum. Kóngalíf Það er sameiginlegt álit þess- ara sjö sjómanna, að enn séu engin merki þess, að ævintýrið' um Hvalfjarðarsíldina eigi eftir að verða að veruleika á ný, þótt enn sé of snemmt að missa alla von. Ég spyr formanninn, sem er ungur myndarmaður og með- eigandi í „Gunnari“, hvernig af- koman sé. Hann svarar eitthvað á þessa leið: „Utgerðarmönnum veitir á- byggilega ekki af þeim 63%, sem þeir fá af brúttóaflanum, ef þeir eiga að geta haldið í horf- inu. Og þeir 100 bátar, sem mér er sagt að bíði þess nú að fara undir hamarinn, sanna að eitt- hvað er bogið við ástandið. A- stæðan til þess að útkoman lijá okkur, sem eigum „Gunnar“, er ekki sem verst, er sú, að við höfum aldrei farið norður á síld- veiðar. Kostnaðurinn við útgerð- ina er miklu meiri en almenningi er ljóst og allt, sem til hennar þarf að kaupa, óhæfilega dýrt, einkum það, sem unnið er hér heima. Við fáum t. d. ekki nema 70 krónur fyrir síldartunnuna, en verðum að borga 140 krónur fyrir hana þegar við kaupum beitu. June Munktell vélin okk- ar kostaði sjálf um 50 þúsund krónur, en það kostaði aðrar 50 þúsundir að setja hana upp. Við keyptum okkur vindu í haust. Hún kostaði rúm ellefu þúsund, en uppsetningarkostnaðurinn var hátt á níunda þúsund. Nei, það þarf ábyggilega bæði dugn- að og forsjá, ef von'á að verða um gróða af vélbátaútgerð“. „Ég fæ mér lítinn vélbát“, segir vinur minn úr Garðinum. „Það er hægt að mokafla á vél- bát heima. Takist þeim að friða Reknetin lögð niður. Faxaflóann er hægt að lifa kóngalífi með því að eiga lítinn bát“. Jæja, minn kæri. Vertu þá kóngur á vélbát, en þú mátt til 12 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.