Heimilisritið - 01.12.1949, Side 16

Heimilisritið - 01.12.1949, Side 16
ast, þegar sú höfuðskepna á í hlut. Við' svelgjum því ilmandi kaffið og hressum okkur á göml- um og góðum sjómannasögum. Sumar hafði ég heyrt áður — og þið eflaust lika —, en aðrar, eins og t. d. sagan um hann Magnús, voru fpánnýjar, svo það er bezt að þið fáið líka að heyra hana. „Þá getur það passað" Tilefni sögunnar — þið vitið að þær koma alltaf í rökréttu framhaldi af umræð'uefninu — var það, að við vorum ekki á eitt sáttir um, hvort Magnús væri um eða yfir meðallag að burðum. Þá var það að einn fé- 1 lúkamum á „Gunnari lagi okkar sagði: „Þið munið náttúrlega eftir því að kerlingin hans Manga tók þvott af Kön- unum og það var sagt, að' þeir hefðu átt eitthvað vingott við hana?“ Já, við könnuðumst allir við það. „En vitið þið hvernig Mangi vandi þá af kerlingunni?“ Nei, það vissum við ekki — og þá kom sagan um heljarmennsku Magnúsar, en hún er svona: „Mangi var farinn að verða eitthvað' viðskotaillur við Kan- ana — út af þessu með kven- manninn, náttúrlega —, en þeir vildu nú líka hafa sitt, og því var það eitt kvöld að þeir komu sex í bíl heim til hans og skipuðu honum að koma með — ætluðu víst með hann upp í „kamp“ til að' jafna þar um srúlann á honum. Mangi hlýddi, enda Kanar með alvæpni. Svo var ekið af stað, en ekki langt kom- ið á leið. þegar Mangi byrjaði að tína þá út úr bílnum, einn og einn, og er bar skemmst af að segja. að áður en beir kæmust á leiðarenda var Mangi orðinn einn með þílstióranum og sagði þá: „Well. Ætli þú kevrir mig ekki heim til kerlu minnar, lags- maður?“ — Og sá varð nú að hlýða, trúi ég“. „Þetta er nú eitthvað' málum blandað. Það skal ég ábyrgjast“, kvað við í einum efasemdar- manni i okkar hópi. „Hvemig átti hann að tína þá út, svona einn og einn, án þess að hinir gerðu uppsteit?“ 14 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.