Heimilisritið - 01.12.1949, Page 38

Heimilisritið - 01.12.1949, Page 38
Ef hún stæði nú á fætur og klæddi sig í rólegheitum, væri ein klukkustund, þar til hún færi í kirkju. Hún reis á fætur, tók þyrnigreinina og lagði hana fyrir framan myndina af Mar- teini, er stóð á snyrtiborðinu. Það var glettnisvipur á karl- mannlegu andliti hans, er horfði á hana undan hermannshúfunni. „Hann er góður drengur“, hugs- aði hún. „En það getur ekki bjargað' honum lifandi frá stríð- inu“. Og hvernig átti hún að lifa áfram, ef hann komi nú ekki aft- ur? Er hún kom heim úr kirkjunni, varð hún þess samstundis vör, að eitthvað hafði gerzt. Hinrik gamli hafði virzt vera í uppnámi, er hann opnaði dyrnar fyrir henni. „Það situr ung stúlka í bóka- herberginu og bíður eftir yður“. „Ung stúlka?“ endurtók hún. „Já“. „En hversvegna vísuðuð þér henniinn?“ Hann rétti henni krypplaðan pappírsmiða, og frú Barkley þekkti undir eins rithönd sonar síns. „Hinrik — gerðn það fyrir Ijónið að hleypa hénni inn“. „Ljónið?“ endurtók hún. Það var nafnið, sem Marteinn hafði gefið sjálfum sér, er hann var drengur. Eitt fyrsta orðið, sem hann hafði lært að lesa, var ljón, og einn daginn hafði hann hlaupið urrandi á eftir Hinrik og hrópað: „Eg er ljón, varaðti þig!“ Síðan hafði Hinrik alltaf lát- izp vera dauðhræddur við ljónið. En enginn utan heimilisins vissi um þennan leik. „Já, frú“, sagði Hinrik alvar- lega og leit á hana. „Á ég að vera kyrr hérna meðan þér farið og athugið, hver þetta er?“ „Nei, Hinrik. Hvernig er hún í hátt?“ „Hún — hún er eins og hver önnur ung stúlka. Hún getur verið hver sem vera skal“. Frú Barkley afhenti honum loðkápuna sína. Hún opnaði dyrnar að bókaherberginu og sá ungu stúlkuna sitja í einum eik- arstólnum. „Góð'an daginn“, sagði frú Barkley. „Viljið þér tala við mig?“ Unga stúlkan stóð á fætur og tók fast utanum litlu handtösk- una sína. „Eruð þér móðir Ljónsins?“ spurði hún lágt. „Ljónsins?“ endurtók frú Barkley. „Eruð þér frú Barkley?“ „Já, ég er hún“. Frú Barkley var töluvert hærri en unga stúlkan, sem — hún komst ekki hjá að við'ur- 36 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.