Heimilisritið - 01.03.1951, Qupperneq 9

Heimilisritið - 01.03.1951, Qupperneq 9
hverja aðra staðreynd, hvellur skammbyssuskotsins grípur um gamlan, trúverðugan og reglu- saman huga hans. Svo knýr hann sig til að opna dymar, af því Tommi getur það ekki fyrir ótta. Öll bíðum við eftir að sjá, hvað hefur gerzt. Dyrnar opnast og við göngum inn, við, fimmtíu miljónir Ame- ríkumanna og miljónir annarra víðsvegar af hnettinum. Veslings Tumi. Hann er að hníga á hnén, og einhvern veg- inn, enda þótt þetta gerist af mestu hægð, virðist þessi litla hreyfing, seinasta lífsmark,mik- ilmennisins, aldrei ætla að linna, þetta hnig á hnén. Herbergið er myrkt, tónlistin hæg. Blóð sést ekki, og ekkert er úr lagi fært. Tumi hnígur á hnén, deyr á drengilegan hátt. Ég heyri tvær konur gráta. Þær vita, að þetta er kvikmynd, þær vita, að þetta er blekking, samt gráta þær. Tumi er maður. Hann er lífið. Þær gráta, af því þær sjá lífið hníga á hnén. Bráðum verður kvikmyndin búin. Þá rísa þær á fætur og halda heim, og hversdagsleiki lífsins byrjar af nýju, en núna gráta þær í guð- rækilegu húmi kvikmyndahúss- ins. Og þetta er það eina, sem ég get sagt: að sjálfsmorð sé ósam- rýmanlegt sinfóníulist. Einu sinni var maður, hann bjó í næsta húsi við mig, þegar ég var níu eða tíu ára. Eitt kvöld framdi hann sjálfsmorð, og hann var meira en klukkutíma að því. Fyrst skaut hann sig í brjóstið, en hitti ekki hjartað, þá skaut hann sig í magann. Ég heyrði bæði skotin. Það liðu svona fjörutíu sekúndur milli þeirra. Ég held hann hafi á með- an verið að hugsa um, hvort hann ætti að langa áfram til að deyja eða hvort hann ætti að reyna að verða frískur aftur. Svo fór hann að veina. Þá snerist allt í eina hringiðu, mað- urinn veinandi, fólk þaut að, hrópandi, það langaði til að gera eitthvað, en vissi ekki, hvað það ætti að gera. Hann veinaði svo hátt, að það heyrðist út yfir hálfa borgina. Þetta er allt og sumt, sem ég veit um sjálfsmorð. Ég hef al- drei séð konu kasta sér fyrir strætisvagn, svo um það get ég ekkert sagt. Þetta er eina sjálfs- morðið, sem ég hef greinilegar upplýsingar um. En vein þessa manns myndu engum skemmta í kvikmynd. Af svoleiðis nokkru grætur enginn af gleði. Ég held, að þetta verði niður- staðan: við skulum hætta að fremja sjálfsmorð í kvikmynd- Um. ENDIR HEIMILISRITIÐ 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.