Heimilisritið - 01.03.1951, Side 18

Heimilisritið - 01.03.1951, Side 18
legur gamall maður með hvítt skegg, „að þú viljir ekki ( láta leyndarmál þitt uppi, svona beint út í bláinn. En máske gæti það verið skynsamlegast, einnig fyrir þig, að við kæmumst að samkomulagi, þannig að snilli þín og kunnátta gæti borið á- vöxt. Miklir gróðamöguleikar gætu skapazt við' það, að skipu- leggja ræktun slíkra dvergtrjáa, sem þú hefur töfrað fram‘,£. Po-lam stóð sem steini lostinn. Hann skildi varla livað þessir ó- kunnu menn voru að tala um. Að hann gæti grætt nokkuð á dvergtrjánum sínum — það hafði honum aldrei, jafnvel ekki í hinum taumlausustu dag- draumum sínum, komið til hug- ar. „I þessum tilgangi hefur Li kaupmaður sent okkur til þín, og þar sem okkur virðist að til- raunir þínar lofi ákaflega góðu, leggjum við til, að' þú heimsækir Li kaupmann þegar í dag, til þess að þið getið rætt málið“. Po-lam var ekki upp á marga fiska, þegar liann gekk inn til Li síðar um daginn, klæddur sínum bezta kufli. Li kaupmaður heils- aði honum vingjarnlega. Gamli maðurinn með skeggið var einn- ig viðstaddur. 1 gegnum dvrnar á samliggj- andi stofu, sá Po-lam inn til Li- an. Hún hlaut að vera búin að ná sér, því að' hún stóð á gólf- inu og sneri bakinu við dyrun- um, og var að skoða dverggarð- inn. „Eg veit ekki“, hóf Li máls, er Lo-lam hafði verið vísað til sæt- is, „hvort það er þér nokkurt áhugamál — né heldur hvort þú getur framleitt svona dvergtré eins og jiaö, sem þú hefur gert handa dóttur minni. Ef til vill hefur þetta allt saman verið hreinasta tilviljun, sem ekki verður endurtekin. En þekkir jjú leyndardóminn um að stanza vöxt trjánna, þá er ég reiðubú- inn að greið'a fyrir hann — já, meira að' segja ríkulega“. Po-lam hafði ekki hugmynd um hverju hann ætti að svara. Víst var hann piltur skynugur, en viðskiptum eins og þessum var hann algerlega ókunnugur. „Nú, hversu mikið viltu fá fyrir leyndarmál ])itt3“ hélt kaupmaðurinn áfram. Ósjálfrátt vænti Po-lam stuðnings frá ungu stúlkunni. Hún hafði sniiið sér við og stóð nú og hlustaði á samtalið. Augu þeirra mættust — og allt í einu varð' Po-lam nú ljóst, hvað han'n ætti að setja upp fyrir leyndar- málið. Honum fannst jafnvel Li- an brosa og kinka kolli til sín, eins og hún hefði lesið leyndustu hugsanir hans og féllist athuga- semdalaust á áform hans. 1G HEIMILISRITIi?

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.