Heimilisritið - 01.03.1951, Blaðsíða 22

Heimilisritið - 01.03.1951, Blaðsíða 22
vinna að vegna merkrar ævi- sögu, og mig fór að langa til að koma skipun á skjöl hans. Hann var óhamingjusamur. Það var svo augljóst að Sally elskaði hami ekki. Hún var vís til að segja hlæjandi: „Bob er gamall durgur — við eigum ekkert sameiginlegt.“ Svo sagði hún og yppti öxlum: „En auð- vitað var ég alltof ung, þegar ég giftist honum. — Það er raunar verst fyrir Bob — það hlýtur að vera þreytandi að vera kvæntur miklu yngri konu.“ Hún er tíu árum yngri en Bob og fimm árum yngri en ég. Hún var afar góð við mig. En hún vissi, ,að við Bob vorum ástfangin hvort af öðru, þó hvorugt okkar minntist á það einu orði. En hún vissi það. Ég ásetti mér að fara, en Bob bað mig að vera kyrra, unz hann hefði lokið bókinni, og af því ég var veik fyrir, varð ég kyrr. Sally er ef til vill ekki jafn- ingi minn andlega, en hún er þúsund sinnum slóttugri. Af einhverjum ástæðum vildi hún að ég væri kyrr — mig grunaði að það væri til þess að hún gæti notið frelsis, án þess að fórna hjónabandi, sem veitti henni nóga peninga og þægilegt líf. Henni tókst með lagni að gera samband okkar Bobs vonlaust og neyða okkur til að bæla niður tilfinningar okkar — ger- samlega fölsk og óþolandi til- vera fyrir okkur bæði. Ég vissi að ég þyldi það ekki öllu lengur — og ég yrði að komast burt. OFELIA stundi þungan, Bob stóð upp og bætti viðarbút á eldinn. „Þetta er ljóta veðrið.“ Ég kinkaði kolli. Við tvö hér á þessari háu, welsku heiði, og Sally ... ég velti fyrir mér, hvar hún myndi vera. Kona fer ekki með samkvæmiskjóla til að dvelja hjá veikri móður sinni sem liggur rúmföst. Ég var ekki að njósna, þegar ég sá hana pakka þeim niður; hún kallaði á mig inn í herbergi sitt til að spyrja mig einhvers, og þá lágu þeir þar, samanbrotnir á rúminu. Það var í samræmi við slægð hennar að reyna ekki að leyna mig neinu. Hún vissi, að ég myndi ekki segja Bob neitt. Hún vissi, af eðlisávísun, að ég myndi aldrei hafa orð á þeim ljótu grunsemdum, sem ég bjó yfir, og sem sýndu mér hvert vindurinn blés. Og Bob hélt áfram að trúa lygum hennar, og gerði sér ekki það ómak að skyggnast nánar eftir framferði hennar. „Þér eruð afar þögul, ungfrú McKenzie,“ sagði hann. „Ég er að hugsa,“ sagði ég. 20 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.