Heimilisritið - 01.03.1951, Blaðsíða 23

Heimilisritið - 01.03.1951, Blaðsíða 23
Hugsa um Sally, velta fyrir mér, hvar hún myndi niður- komin. Það voru þessi bréf, sem komu daglega til Sally frá London. Ég vissi, að það var karlmaður með í leiknum, og þar sem ég þekkti Sally var ég hárviss um, að hún myndi ekki bæla niður tilfinningar sínar. En ég hafði engar sannanir. „Yður fer vel að hugsa, en ég vildi, að þér töluðuð við mig,“ sagði Bob. Það var 1- byggið bros í svip hans. Ég gretti mig framan í hann. „Ég er í slæmu skapi,“ viður- kenndi ég. Lagíeg! Ég, í ryð- litri peysu og ullarpilsi og flókaskóm. Ég reyndi ekkert til að vera tælandi og kvenleg. Sally var sú fagra — töfrandi, björt og yndisleg eins og skraut- leg slanga og jafn banvæn. Ó, ég vildi ég vissi, hvar hún er, hugsaði ég, með sína mjúku í- smeygilegu rödd og skæran, seytlandi hlátur! Hann kveikti á útvarpstæk- inu og gjallandi dansmúsik fékk okkur bæði til að hugsa um Sally, og Bob glotti og sagði: „Sleppum þessu í kvöld, Peg.“ Sally var vön að hlusta á dansmúsík timunum saman, sneri takkanum á hverja stöð- ina eftir aðra, unz Bob var næstum ærður. Ég var í afleitu skapi, eins og ég hafði sagt honum. Ég var leið og önug. „Mér fellur þetta vel,“ sagði ég. Stormur- inn kom í byljum inn yfir fjöll- in og skall eins og brim á vest- urhlið gamla hússins. Ég er viss um, að hún er einhvers staðar að dansa núna! hugsaði ég æst. „Þið hlustið á Freddie Bishop og hljómsveit hans frá Rúmen- íuveitingahúsinu í London. Við leikum enn eitt lag ...“ sagði röddin í útvarpinu. Ég hafði komið í þetta glæsi- lega veitingahús með glergólf- in og eldrauðu floshúsgögnun- um og svimháu verðlagi á öllu. í stormi fjallanna, í þessu arin- lýsta herbergi, gátum við heyrt fótatak dansfólks í London, drunur í trumbum og háa blást- urstóna, lófaklapp, hlátur og samtöl hins káta hóps. Ég lok- aði augunum, og mér var sem ég sæi það og greindi orðaskil. Bob hló til mín, og ég spratt á fætur og fór út úr stofunni. Ef ég yrði þar stundinni leng- ur, myndi ég bresta í grát — og Jivað yrði þá um okkur? Við myndum fallast 1 faðma, eða kveðjast að eilífu. Það var eins og að dansa á línu, að lifa svona. . Ég fór inn í herbergið mitt, þvoði mér í framan og reyndi að jafna mig. Svo gekk ég hægt niður stigann, HEIMILISRITIÐ 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.