Heimilisritið - 01.03.1951, Síða 25

Heimilisritið - 01.03.1951, Síða 25
Hvað dreymdi þig í nótt ? Ýtarlegar draumaráðningar BAÐ. —• E£ þig dreymir að þú sért í baði, og vatnið er hreint og tært, boð- ar það hamingju í starfi og ástum. Sé vatnið hinsvegar óhreint, máttu búast við vonbrigðum og áhyggjum. E£ baðvatnið er mjög heitt, er draumurinn fyrir veikindum. Baða sig í sjó er fyrir vclgengni. (Sjá Þvottur). BAÐMULLARDÚKUR. — Þessi draumur er tvíræður. Þú munt þjást, en einnig næstum tryllast af gleði innan eins árs. BAK. — Það er fyrir mótlæti að dreyma sig sjá sitt eigið bak. Sé það brot- ið, mun einhver, sem er þér tengdur eða skuldbundinn, gera þér ó- skunda. BAKKUS. -—- Ef þig dreymir vínguðinn, máttu búast við leiðindum og fátækt, þótt þú að lokum sigrist á öllum örðuglcikum í krafti hæfi- leika þinna og viljaþreks. BAKSTUR. — Draumur um bakstur í ofni er húsmóður bending um, að hún sé ekki nógu fullkomin í heimilisverkum, og að letin færi henni ekki annað en lífsleiða og óhamingju. Brenni í bökunarofninum boð- ar það illdeilur eða tjón. Bakstur getur líka boðað góða uppskcm, afla eða heyfeng. Það er einnig venjulega fyrir góðu að dreyma bakara, svo og að hnoða deig. (Sjá Kaka). BALLET. -—• Finnist dreymandanum hann horfa á ballet eða listdans, eni áreiðanlega hamingjudagar framundan. Honum gefst tækifæri til að stórauðgast. BAND. — Ef þig dreymir að þú sért að vefja upp band eða handfjatla það á annan hátt, getur það boðað mislukkað ferðalag, cða einnig, að þú verðir e. t. v. flæktur í eitthvað mál, sem vcrður þér til skaða. Slitni bandið boðar það tap. Sé það flækt, munu málefni þín einnig komast í flækju. BANKI. — Það er aðvöninarmerki að dreyma banka, einkum skyldi mað- ur varast svikara, og treysta ekki öllum. BAR. — Dreymi þig að þú sért að drekka í vínbar boðar það þér bamalán, Ianga lífdaga og virðingu meðborgara þinna. HEIMILISRITIÐ 23

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.