Heimilisritið - 01.03.1951, Qupperneq 27
r
*N
verður ánægjulegt og vandræðalítið. Þó getur það verið fyrir áflogum.
Að taka af sér belti er hinsvegar verra; elskendum táknar það ástslit.
BER. —- Sjá Krœkiber, Nekt.
BERFÆTTUR. — Dreymi mann að hann sé berfættur, ætti hann að kapp-
kosta að komast í annan kunningjahóp, því að núverandi kunningjar
hans eru óheppilegir fyrir hann. Það getur líka verið fyrir lasleika.
BERGMÁL. — Ef þig dreymir að þú heyrir bergmál, muntu eiga að fagna
elshuga, eiginmanni (eða eiginkonu), sem er trú(r) þér og mjög vel
lynd(ur).
BERNSKA. — Að dreyma bernsku sína boðar hamingju í störfum og
ástum. En dreymj rnann, að hann sé aftur orðmn barn, er það fyrir
slæmu.
BETLARI. — Það er lánsmerki að dreyma sig vera að betla og bendir til
þess, að dreymandann muni aldrei skorta neitt. Dreymi þig að þú gefir
ölmusu, máttu reikna með því, að þú fáir um síðir það sem hjarta þitt
þráir, en eftir miklar þjáningar og mótlæti.
BEYKITRE. — Draumur um þetta tré merkir venjulega, að slæmur kven-
maður vcrður á leið þinni. Veldu kunningja þína af vandfýsi. Þeir,
scm í aur vaða, aurugir verða.
BIBLÍA. — Ef þig dreymir að þú sért að lesa í biblíiinhi, munu einhverjar
breytingar verða á starfi þínu, iíferni eða dvalarstað á næstunni. Sumir
telja það spái góðu hjónabandi.
BIÐROÐ. — Dreymi þig að þú standir í biðröð, og bíðir eftir, ja, guð veit
hvað, er það merki þess að gamall clshugi, gömul ástmær, eða gamall
vinur hugsar sífcllt til þín og er alltaf að reyna að hafa uppi á heim-
ilisfangi þínu.
BIK. — Draumur unt bik cða tjöru er til aðvörunar. Þú mátt gæta þín á
Gróusögum og lausmælgi. Einkum er ljóshært kvenfólk þér hættulegt.
BÍLL. — Að aka bíl í draunn er fyrir fjárhagslegum gróða, einkum er það
hamingjutákn að aka í gegnurn vatn. Leigubílar cru samt oft fyrir
vondu í draumi. Stöðva leigubíl og stíga inn í hann, boðar langa og
erfiða ferð. Aka sjálfur leigubíl: góð og þýðingarmikil staða og heppni
í ástum.
BILLIARDSPIL. — Dreymi mann að hann sé að spila billiard, er það við-
vörun um að honum sé hætta búin vegna kæruleysis hans sjálfs.
BINDINDI. — Ef þig dreymir að þú afþakkir og neitir að drekka áfenga
drykki, boðar það þér oftast lífsþrótt og hreysti.
BIRGÐÁRSKEMMA. — Það er fyrir góðu að dreyma birgðarskemmu.
Kaupsýslumanni er það fyrir gróða og gengi. Elskendum boðar það
giftingu og auðsæld. Bóndanum merkir það gott árfcrði og farsæld.
Dreymi þig að þú sért að vinna í hcnni, muntu ávalt hafa nóg að bíta
og brenna og vel það.
BISKUP. — Það er yf'irleitt ekki fyrir góðu, að dreyma kirkjunnar menn,
^_______________________________________________________________i_________J
HEIMILISRITIÐ
25