Heimilisritið - 01.03.1951, Síða 33

Heimilisritið - 01.03.1951, Síða 33
ykkar á milli. Þá ættirðu væntanlega ekki að þurfa að búa við þessa óvissu miög lengi. Til „Lydiu": — Auðvitað áttu að hjálpa tilvjljuninni. Þó ekki væri til annars en að kynnast öðmm í gegntim hann! Til „Ninu": — Þakka þér fyrir orð þín í minn garð. Ég svara þér þegar í stað, en hvenær næsta hefti kemur út, verður útgefandinn og prentsmiðjan að ráða. Samt veit ég að nú mun allt vera í lagi með pappír, og að útgcfandinn vill leggja áherzlu á að láta ritið koma út reglulega,' svo að ég vona að svar mitt komi ekki of seint. Ég veit að það er sárt að slíta sam- bandinu, sem þú hefur haft við A. En trúðu mér — þetta er lífsins gangur. Þær „trúlofanir", scm stofnað er til á þínum aldri, endast sjaldan lengi, og enn sjaldnar leiða þær til lífstíðarsam- að halla þér að B, á meðan þú ert að búðar. Líklega væri heillaráð fyrir þig komast yfir það versta, hvort sem skyn- samlegt væri að úr því yrði eitthvað eða ckki. A cr, að mér skilst, skynsamur strákur — hann er a. m. k. hreinskilinn og þykist ekki vcra neitt meira en hann cr — en það em karlmennirnir alltaf að rcyna (blessaðir kjánarnir). Þú ert líka skynsöm og vel gefin (skriftin sýnir það), og þess vegna ætla ég ekki að hafa þetta svar Iengra. Þú ert hreint ekki á flæðiskeri stödd. Til „Bláklukku": — i. Það síðar- ncfnda var í Febrúar-heftinu, hitt kem- ur scnnilega við tækifæri. — 2. Já, Ráðn- ingarskrifstofan útvegar fólki vist á heirrrilum víðsvcgar um landið. — 3. Skriftin er ekki örugg — ekki heldur stafsetningin. Til „Sorgmœddrar": — Svona eru sumar stelpur gerðar! Fn þeim hefnist oft fyrir það. Og ef hann vinur þinr. er svo veikur á svellinu að vera að flangsa utan í þessari gæs, þá fyndist mér þú ættir ekki að vera að púkka upp á hann ti! frambúðar. Til „E. H." — Fyrst þú þarft þess ekki nauðsynlega, skaltu ekki ganga með gleraugu úti fyrr en seinna. Gler- augu geta hinsvegar farið fólki ágæt- lega, ef þau eru valin rétt. Láttu t. d. ávalt efri umgjörðina fylgja augabrún- unum. Umfangsmikil umgjörð er æski- legri en grönn, og það cr betra að hafa hana dökka en ljósa, yfirleitt. Þetta fer þó nrikið eftir því, hver í hlut á. — Skriftin er ágæt. Til „Onnn Stinu": — Elsku litla vina mín. Sorgarhrukkurnar hennar mömmu þinnar eru ekki af því, að hann pabba þinn hefur vantað sement! Hún tekur bara lífið of alvarlega, og það held ég næstum, að þú ætlir að gera líka, vina mín. Hvað gerir til þótt mamma fái hrukkur, ef pabba þykir vænt um hana? Vertu glöð yfir því, að pabbi er að reyna að byggja yfir þig og mömmu þína, og vertu glöð yfir því, að eiga góða mömmu og duglegan pabba. Sumar telpur eiga nefnilega enga foreldra. — Þú ert indælt barn. - Til „Tvitugrar": Ég vil ekki ráð- leggja þér neitt í sambandi við lítil eða slöpp brjóst — og reyndar ekki heldur stór brjóst. Þegar stúlkur eignast börn, breytast brjóst þeirra oft, og mér er ekki kunnugt um neinar hollar aðgerðir til þess- að lagfæra brjóst kvenna. Auð- vitað eru til brjóstahöld (eða brjóst- haldarar) og púðar inni í þeim, en það er annað mál. — Varðandi hárið og fallcgan litarhátt á því, get ég aðeins bcnt þér á að tala við útlærða hár- greiðslukonu, einkum hafi hún lært er- lendar nýjungar og fylgist vel með tím- anum. Eva Apamb HEIMILISRITIÐ 31

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.