Heimilisritið - 01.03.1951, Blaðsíða 39

Heimilisritið - 01.03.1951, Blaðsíða 39
Hugh Barton kom á móti henni með írska hundinn sinn, þá fann hún að hann átti líka sinn þátt í því! „Þér komið fjórum og hálfri mínútu of seint!“ hrópaði hann. „Maður má ekki láta viðskipta- vin sinn bíða svo lengi í óró- legri eftirvæntingu!“ Hún greip um útrétta hönd hans og endurgalt bros hans. í ljósum flúnelsbuxum og út- saumaðri peysu leit hann miklu betur út en í skrifstofunni. „En hvað húsið yðar er dá- samlegt! Það myndi blátt á- fram vera synd og skömm að breyta því, herra Barton!“ sagði hún. „í fyrsta lagi er ég afar sjald- an kallaður herra Barton ... til þess að rugla mér ekki við föð- ur minn! Þegar ég er héna heima, heiti ég Hugh! Og hvað húsinu viðvíkur, þá segið þér þetta aðeins af því, að þér eruð hræddar um að ég muni eyða of miklum peningum í endur- bygginguna, svo að ég eigi ekki neinn afgang til þess að kaupa tryggingu fyrir!“ „Þér eruð gjörsamlega von- lausir!“ sagði Lettie hlæjandi. „Mér finnst að þér ættuð að sýna mér það allt saman, dyna- mitið meðtalið!“ % HENNI fannst það allt saman dásamlegt! Allt frá gamla á- vaxtagarðinum og upp í flat- þakið, þaðan sem maður naut unaðslegs útsýnis yfir fjöllin. Það var á meðan þau sátu á flatþakinu, að dálítil þögn varð á milli þeirra ... og augu þeirra mættust. Hjartað í Lettie tók að slá örara og hún leit niður fyrir sig. Svo kom henni allt í einu til hugar, að þau höfðu ennþá ekki minnzt einu orði á það, sem var hin eiginlega ástæða fyrir heimsókn hennar. „Ég ætlaði að athuga ...!“ hóf hún máls, en þagnaði við að einhver gekk inn í stofuna. Hugh Barton gekk þangað inn, og hún heyrði hann ræða við einhvern aðkomumann. „Góðan daginn, Jack! Já, upp- tekinn er ég, en láttu mig heyra, hvað þér er á höndum.“ Hugh leit út á flatþakið og bað Lettie með nokkrum orðum um að afsaka sig stundarkorn, og hvarf Svo inn aftur. Á eftir fylgdi samtal, sem hún skildi ekki í einstökum atriðum, en svo sagði sá nýkomni hátt og talsvert æstur: „Já, það þýðir nú ekkert fyr- ir þig, að taka þessu svona borg- inmannlega! Þeir hafa svarið, að þeir skuli sannarlega ná til þín, og þetta eru reglulegir óþokkar, sem maður getur vænzt alls af!“ HEIMILISRITIÐ 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.