Heimilisritið - 01.03.1951, Page 47

Heimilisritið - 01.03.1951, Page 47
notuð þá, svo það var erfitt að sanna þétta. „Aldeilis hlægilegt“, hrópaði Cassie, , Allir vihir mínir, sem hafa umgengizt mig svo trú- lega, munu sjá, að þeir þurfa ekki að verða fyrir vonbrigð- um, þegar öryggishólfið mitt með peningunum verður opn- að“. En þegar öryggishólfið var opnað, hafði það aðeins að geyma verðlausa pappírsmiða. Starfsmaður í bankanum viður- kenndi nauðugur, að þegar Chad- wich hafði tekið öryggishólfið á leigu, þá hefði hún veifað inn- sigluðum pakka fyrir framan hinn trúgjarna starfsmann og sagt að hann hefði inni að halda skjöl, sem voru trygging fyrir 5 miljónum dollara. Hann hafði síðan gefið henni kvittun fyrir peningunum, án þess að athuga hvað pakkinn hefði að geyma. Nú skall fárviðrið á fyrir al- vöru. Auðmýktir og skelkaðir bankastjórar játuðu það hver á fætur öðrum, að þeir hefðu einnig lánað Cassie peninga svo skipti hundruðum þúsunda doll- ara. Forseti eins bankans hafði lánað henni fjórurn sinnum höf- uðstólsupphæð banka síns, að viðbættum hundrað þúsund dollurum sem hann átti sjálf- ur. Þrír bankar hættu starfsemi sinni. Fjöldi fyrirtækja fór á HEIMILISRITIÐ hausinn. Eitt blað, sem fletti ofan af hinum töfrandi svikara, sagði: „Nokkrir menn hafa framið sjálfsmorð og næstum hundrað fjölskyldur eru orðn- ar öreigar11. Þegar þessi ótrúlega saga breiddist út, kom það í ljós, að hún hafði einnig notað enn ó- heillavænlegri meðul. Maður nokkur, sem hafði neitað að lána henni peninga, þáði mið- degisverðarboð í Chadwich skrauthýsinu. Þegar hann kom þangað, voru aðeins fyrir frú Chadwich og ung stúlka, sem hún kynnti sem dóttur læknis nokkurs í New York. Maturinn var góður, vínið ljúffengt, en gesturinn vaknaði næsta morg- un á dagstofugólfinu og mundi ekkert af því, sem skeð hafði um nóttina. Frú Chadwick kom grátandi til hans og sagði, að hegðun hans hefði verið hræði- leg. Hún hefði verið nauðbeygð til þess að fara með veslings saklausu læknisdótturina á hót- el um nóttina. Hvað myndi lög- reglan hugsa, þegar stúlkan bæri fram umkvörtun sína? Maðurinn var mjög þakklátur, þegar Cassie samþykkti nauðug að taka við 10 þúsund dollara ávísun til stúlkunnar, sem átti að hjálpa henni til að gleyma atburði næturinnar. Við annað tækifæri var rík- 45

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.