Heimilisritið - 01.03.1951, Qupperneq 56

Heimilisritið - 01.03.1951, Qupperneq 56
veiðunum. Báturinn lá við bryggjuna, og hún ímyndaði sér að hann væri bú- inn til ferðar. I því skapi, sem Joan var þessa stund- ina, hugsaði hún ekki vitund út í það, að hún hefði enga hugmynd um í hvaða átt hún ætti að stýra, og að hún myndi að líkindum deyja úr hungri og þorsta, ef bátinn ræki þá ekki á sker. Það var henni allt einskisvert. Hún lcit á dauðann sem íausn. Hún breytti þegar í stað eftir þess- ari örvæntingarfullu hugmynd og flýtti sér niður á bryggju, með Renu á hæl- unum. Rcna fór aftur að hrópa af hræðslu, þegar Joan stökk út í bátánn. „Tabu, tabu, frú!“ hljóðaði hún með sinni skrækróma röddu. „Stóri hákarl taka þig. Þú verða hér! Húsbóndinn segja ég gæta þín. Þú hér, eða mikli maður, húsbóndinn, drepa mig og drckka blóð mitt“. Joan lét sig læti hennar engu skipta. Hún var skyndilega önnum kafin við að komast af stað án augnablikstafar. Hún var skjálfhent, er hún setti vélina í gang og kastaði línunni, sem báturinn var bundinn með. Rena hélt áfram að hrópa til hennar og rak upp skerandi óp, þegar bátur- inn tók að hreyfast burtu frá bryggj- unni. Svo tók hún undir sig mikið stökk og kom niður á þilfarið, næstum á höfuðið á Joan, enda varð Joan svo mikið um, að minnstu munaði að hún stýrði bátnum upp á grynningu. „Ut úr bátnum — ég vil ckki hafa þig með!“ hrópaði Joan, um leið og hún hafði náð sér aftur. Rena féll á kné fyrir henni, greip um fót hennar og masaði eitthvað, sem hljómaði helzt eins og bænir og áskoranir. „Ot úr bátnum", endurtók Joan. „Annars varpa ég þér fyrir borð — til hákarls- ins. Farðu heim og segðu húsbónda þín- um, að ég komi aldrei aftur“. Hún stöðvaði vélina og reyndi að koma stúlkunni út fyrir borðstokkinn, cn Rena veitti mótstöðu, að vonum, lagðist niður í botn bátsins, greip dauða- haldi í hvað sem fyrir var og hélt á- fram að hrópa og kalla. Joan varð það ljóst, að hún hafði ekki krafta til að varpa Renu fyrir borð, og að ef hún sneri til lands aftur og reyndi að setja hana í land, myndi Rcna reyna með valdi að varna henni að fara. „Jæja, úr því þú vilt ekki fara með góðu, verðurðu að koma með mér“, sagði Joan ákveðin. Hún setti vélina aftur í gang og stýrði beint á haf út. „Þú getur kannskc sagt mér hvert ég á að stýra?“ sagði hún hryssingslega. Rena var utan við sig af hræðslu og hélt áfram að snökta og biðja, en Joan skcytti því engu. „Hvert ætli væri bezt að stýra?“ spurði Joan sjálfa sig, þegar hún var orðin rólegri. „Ég hef enga hugmynd um, hve rnikið bensín er í tanknum, og við höfum hvorki mat né drykk. En ég get ekki snúið við. Nei, ég sný ckki við. Ég vil heldur deyja en snúa við til Muava. En máske er hyggilegt að lenda annarsstaðar á eyjunni, til að reyna að ná í dálítið af diykkjarvatni og ávöxtum, og athuga kortið, ef Hil- ary hefur látið það vera kyrrt í bátn- um. Ég get þá ef til vill fundið á því, hvar næsta eyja er“. Meðan hún íhugaði, hvernig hent- ugast væri fyrr hana að haga gerðum 54 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.