Heimilisritið - 01.03.1951, Blaðsíða 57

Heimilisritið - 01.03.1951, Blaðsíða 57
sínum, skall á óveðrið, er lengi hafði verið yfirvofandi. Það kom skyndilega og með þeim krafti, sem er einkennandi fyrir hitabeltið. Vindurinn, sem liafði farið vaxandi seinustu mínúturnar, varð á örskammri stundu að öskrandi ofviðri. Himinninn varð dökkur, hafið umturn- aðist og báturinn kastaðist til og frá, eins og væri hann aðeins korktappi. Joan sneri stýrishjólinu sitt á hvað og leitaðist við að halda bátnum upp í vindinn, sem jókst stöðugt. Hún stefndi nú að hinni hlið eyjarinnar. Regnið streymdi niður eins og hellt væri úr fötu og byrgði útsýnið, svo að stúlkan við stýrið varð að stýra upp á von og óvon. Skyndilega hætti að rigna, og Joan sá þá að hún var mjög nærrj ströndinni. Beint framundan var eitthvað, sem líktist lítilli vík. Þegar regnið skall yfir aftur með tvö- földu magni, jók hún ferðina og stýrði beint inn í víkina. Hún heyrði hræðslu- óp Renu gegnum stormhvininn, þegar stórar bárur brotnuðu á bátnum og við sjálft lá að hann fylltist. Henni varð ljóst, að frá Renu var engrar hjálpar að vænta. Stór alda tók bátinn, einmitt þegar hann ^var að komast í dálítið hlé, kastaði honum beint á skerjagarðinn og þar hvolfdi honum. Joan kastaðist út úr bátnum, sem sat fastur á skeri, og brotsjórinn bar hana yfir skerjagarðinn, inn í lygnan sjó. Eftir nokkurra mínútna harða baráttu, heppnaðist henni að skreiðast í land. Hún óttaðist að Rena myndi hafa far- izt, því hún gat hvergi komið auga á hana. En eftir litla stund gat hún greint svartan koll í freyðandi brimlöðrinu. Hún stökk þá út í sjóinn aftur og tókst með herkjubrögðum að bjarga stúlk- unni, sem orðin var hálfmeðvitundar- laus. Regnið streymdi enn niður í stríðum straumum, og ofviðrið geisaði með slík- um krafti, að toppar trjánna bókstaf- lega rifnuðu af. Loftið var morandi af fjúkandi kvistum og greinum. Rena gat varla staðið á fótunum, og Joan, sem var dauðþreytt og eftir sig eftir áfallið og gat varla náð andanum fyrir ofviðrinu, hjálpaði henni í skjól. Þar lögðust þær báðar fyrir, uppgefnar og holdvotar. „Það er eins og náttúruöflin hafi gert samsæri móti mér“, sagði Joan, þegar hún fór að jafna sig. „Ofviðri, svipað þessu, hafði nærri því komið í veg fyr- ir að Hilary flytti mig til Muava, og nú hefur nýtt ofviðri rekið mig aftur þangað. Báturinn er ónýtur, og enginn möguleiki til að komast burtu. Hvað eigum við að gera Rena? Sjálf örlögin hafa dæmt mig tjl tortímingar. Ef ég sný aftur til Hilary, mun hann aðeins gera gys að mér. Og ég vil ekki fara aftur til hans. Ég vil það ekki. Ó, hversvegna drukknaði ég ekki þama úti í bylgjunum?1* Hún lét bugast og fór að snökta af þreytu og örvæntingu. Rena, sem að- eins hafði skilið einstaka orð af hinum örvæntingarfullu harmtöium hennar, en sem skildi þó að hvíta húsmóðirin henn- ar var ógæfusöm, vafði hana votum örmurn sínum, þrýsti henni að brjósti sér eins og móðir, sem reynir að hugga óttaslegið barn sitt, og masaði við hana á hinu sérkennilcga máli stnu. Þær voru báðar illa á sig komnar, marðar og úttaugaðar eftir hin harka- legu viðskipti þeirra við brim og boða. HEIMILISRITIÐ 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.