Heimilisritið - 01.05.1951, Side 6

Heimilisritið - 01.05.1951, Side 6
með hnúða á endunum. Fyrstu högg- in mcð þessari þríklofnu svipu flettu holdinu að beini, og til að auka sárs- aukann voru sinneþsplástrar eða salt- vættir klútar lagðir að sárinu. Vaska missti aldrei sjálfstjórn sína, þegar hann var að tyfta stúlkurnar, hann var alltaf jafnþögull og óbifanleg- ur, og alltaf með sama úlfssvipinn í augnaráðinu, hann kipraði augun bara dálítið meira, en það gerðj þau enn græðgislegri. .. Vaska var snillingur að fmna upp nýar pyndingaraðferðir og gerði starf sitt að listrænm íþrótt. Eitt dæmi skal tilfært: I cinu hóru- húsinu lék grunur á, að stúlka að nafni Vera hefði stolið fimin þúsund rúbl- um frá viðskiptavini, sem var kaupmað- ur frá Síberíu. Hann skýrði lögreglunni frá, að hann hefði vcrið mcð henni og vinstúlku hennar, Söru, inni í herbergi Veru; Sara hefði farið cftir cina klukku- stund, en Veru hefði hann ekki yfir- gefið, fyrr en undir morgun og þá hefði hann verið mjög ölvaður. Málið var Iagt fyrir rétt; rannsóknin tók mjög langan tíma, báðar hinar grun- uðu vom settar í gæzluvarðhald, en látnar lausar sökum skorts á sönnun- um. Þegar stúlkurnar voru loksins 'komn- ar aftur á vinnustaðinn, var byrjað að yfirheyra þær á nýjan leik, í þetta skipti af forstöðukonunni, sem var viss um sekt þeirra, og krafðist nú síns hlutar. Sara var svo heppin að geta gert hreint fyrir sínum dyrum: hún hafði ckki tekið þátt í þjófnaðinum. Þá varð Vera fyrir allri hríðinni. Hún var lok- uð innj í gufubaðstofunni og fékk ekk- ert annað en kavíar að borða, en stúlkan var forhert og neitaði að skýra frá, hvar pcningarnir væru faldir. Forstöðukonan varð þá að leita til Vaska um hjálp. Hún lofaði honum ioo rúblum ef hann gæti fengið stúlkuna til að játa. Eina nótt, þegar Vera píndist í gufu- baðinu, kvalin af þorsta, hræðslu og myrkfælni, kom djöfullinn í heimsókn. Hann var svartur og kafloðinn, gaf frá sér bláleitan reyk og af honum var megn fosfórlykt. Hann starði á stúlkuna með hræðilegum, glóandi augum. Hann tók sér stöðu fyrir framan hana og spurði með ægilegri rödd: — Hvar eru peningarnir? Hún missti vitið af skelfingu. Þetta var að vetri til. Morguninn eftir, þegar farið var með hana berfætta og hálfnakta gegnum snæviþakinn garð- inn, hló hún kyrrlátlcga og tautaði fyr- ir munni sér: — Á morgun fer ég til kirkju með mömmu ... til kirkju með henni mömmu . . . til kirkju með mömmu . . . á morgun . . . Þegar Sara sá hana þannig á sig komna, viðurkenndi hún hálfkæfðri röddu og utan við sig, að hún hefði stolið peningunum. HVORT VAR það hræðsla cða hat- ur, sem réð tilfinningum stúlknanna í garð Vaska? Því er erfitt að svara. Þær héldu sér allar til fyrir honum, allar sóttust eftir þcini heiðri að sænga með honum, en samtímis reyndu þær að fá viðskiptavini sína, sem þær létu ekki borga, gcsti upp og ofan og aðra dyraverði, til að berja öndina úr skrokk hans. En Vaska var týhraustur, og 4 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.