Heimilisritið - 01.05.1951, Blaðsíða 6

Heimilisritið - 01.05.1951, Blaðsíða 6
með hnúða á endunum. Fyrstu högg- in mcð þessari þríklofnu svipu flettu holdinu að beini, og til að auka sárs- aukann voru sinneþsplástrar eða salt- vættir klútar lagðir að sárinu. Vaska missti aldrei sjálfstjórn sína, þegar hann var að tyfta stúlkurnar, hann var alltaf jafnþögull og óbifanleg- ur, og alltaf með sama úlfssvipinn í augnaráðinu, hann kipraði augun bara dálítið meira, en það gerðj þau enn græðgislegri. .. Vaska var snillingur að fmna upp nýar pyndingaraðferðir og gerði starf sitt að listrænm íþrótt. Eitt dæmi skal tilfært: I cinu hóru- húsinu lék grunur á, að stúlka að nafni Vera hefði stolið fimin þúsund rúbl- um frá viðskiptavini, sem var kaupmað- ur frá Síberíu. Hann skýrði lögreglunni frá, að hann hefði vcrið mcð henni og vinstúlku hennar, Söru, inni í herbergi Veru; Sara hefði farið cftir cina klukku- stund, en Veru hefði hann ekki yfir- gefið, fyrr en undir morgun og þá hefði hann verið mjög ölvaður. Málið var Iagt fyrir rétt; rannsóknin tók mjög langan tíma, báðar hinar grun- uðu vom settar í gæzluvarðhald, en látnar lausar sökum skorts á sönnun- um. Þegar stúlkurnar voru loksins 'komn- ar aftur á vinnustaðinn, var byrjað að yfirheyra þær á nýjan leik, í þetta skipti af forstöðukonunni, sem var viss um sekt þeirra, og krafðist nú síns hlutar. Sara var svo heppin að geta gert hreint fyrir sínum dyrum: hún hafði ckki tekið þátt í þjófnaðinum. Þá varð Vera fyrir allri hríðinni. Hún var lok- uð innj í gufubaðstofunni og fékk ekk- ert annað en kavíar að borða, en stúlkan var forhert og neitaði að skýra frá, hvar pcningarnir væru faldir. Forstöðukonan varð þá að leita til Vaska um hjálp. Hún lofaði honum ioo rúblum ef hann gæti fengið stúlkuna til að játa. Eina nótt, þegar Vera píndist í gufu- baðinu, kvalin af þorsta, hræðslu og myrkfælni, kom djöfullinn í heimsókn. Hann var svartur og kafloðinn, gaf frá sér bláleitan reyk og af honum var megn fosfórlykt. Hann starði á stúlkuna með hræðilegum, glóandi augum. Hann tók sér stöðu fyrir framan hana og spurði með ægilegri rödd: — Hvar eru peningarnir? Hún missti vitið af skelfingu. Þetta var að vetri til. Morguninn eftir, þegar farið var með hana berfætta og hálfnakta gegnum snæviþakinn garð- inn, hló hún kyrrlátlcga og tautaði fyr- ir munni sér: — Á morgun fer ég til kirkju með mömmu ... til kirkju með henni mömmu . . . til kirkju með mömmu . . . á morgun . . . Þegar Sara sá hana þannig á sig komna, viðurkenndi hún hálfkæfðri röddu og utan við sig, að hún hefði stolið peningunum. HVORT VAR það hræðsla cða hat- ur, sem réð tilfinningum stúlknanna í garð Vaska? Því er erfitt að svara. Þær héldu sér allar til fyrir honum, allar sóttust eftir þcini heiðri að sænga með honum, en samtímis reyndu þær að fá viðskiptavini sína, sem þær létu ekki borga, gcsti upp og ofan og aðra dyraverði, til að berja öndina úr skrokk hans. En Vaska var týhraustur, og 4 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.