Heimilisritið - 01.05.1951, Page 8

Heimilisritið - 01.05.1951, Page 8
á vissan púnkt; augnalokin sigu, neðri- vörin varð slöpp, svo að skein í hvít- ar, sterkar tennurnar. Síðan hófust dá- samlegar hrotur, svo að allir ráku upp rokna hlátur í kringum hana; en hún svaf bara áfram. Það kom hörmulega oft fyrir; for- stöðukonan geisaði og sló hana í and- litið, en það gat ekki vakið hana að gagni. Axinja grét dálítið og sofnaði aftur. Svo tók Vaska að sér að annast hana. Eitt sinn þegar Axinja hafði sofnað í sófanum, við hliðjna á viðskiptavini, sem hafði drukkið töluvert og drap einnig höfði, gekk Vaska til hennar, tók í handlegg henni án þess að segja eitt orð og dró hana út með sér. — Ætlarðu að berja mig? spurði Ax- inja. — Þú ert búin að vinna til þess, sagði Vaska. Þcgar í eldhúsið kom, skipaði hann henni að fara úr fötunum. — Sláðu nú ekki of fast, sagði Ax- inja. — Haltu kjafti. Hún var í einni saman skyrtunni. — Farðu úr henni, skipaði hann. — Svínið þitt, sagði stúlkan andvarp- andi og lét skyrtuna falla. Vaska greiddi henm högg á berar axlirnar. — Ut í garðinn! Svona! — Ertu genginn af vitinu? Ég gæti fengið kal. — Haltu kjafti! Heldurðu, að þú hafir nokkrar tilfinningar, beljan þín! Hann ýtti henni útfyrir og rak hana á undan sér með litlum, sárum svipu- höggum og skipaði henni að leggast niður í snjóskafl. — Vaska ... Þú getur ekki ætlazt til þess. — Haltu kafti! Hann þrýsti höfði hennar niður í snjóinn til þess að kæfa óp hennar og strýkri hana lengi, nieðan hann endur- tók í sífellu: — Liggðu kyrr, merin þín! Þegar hann hætti loksins og lofaði henni að standa upp, stamaði hún, skjálfandi af kulda og sársauka, meðan tárin runnu niður vanga hennar: — Bíddu bara rólegur, Vaska! Þinn tími kemur áreiðanlega, vertu viss um að þú átt eftár að gráta, þú líka! Það er guð sem ræður — — Mér er nákvæmlega sama um þetta kjaftæði þitt, sagði hann ósnort- inn. Þú getur reynt að fá þér blund í salnum einu sinni enn! Ég skal reka þig út í garðinn. Þú skalt fá að kenna á keyrinu, og á eftir skal ég ausa yfir þig köldu vatni. LÍFIÐ á sína cinföldu vizku, scm við köllum tilviljun; einstaka sinnum kem- ur fyrir að það launar okkur, en oftast hefnir það sín á okkur, og eins víst og það em skuggar og Ijós í veröldinni, leiðir sérhver mannleg athöfn til endur- gjalds. Það er sannreynt, og allir geta orðið fyrir því, og allir eiga að vita þetta og geyma í minni sér. . . Það kom sú tíð, að einnig fórnar- lömb Vaska fengu uppreist. Eitt kvöld, þegar stúlkurnar sátu til borðs í eldhúsinu hálfnaktar, áður en þær færu niður í salinn, varð hinni fjör- ugu og illkvittnu Lídu litið út um HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.