Heimilisritið - 01.05.1951, Side 22

Heimilisritið - 01.05.1951, Side 22
„Hvernig var það öðrn vísi þá?“ „Allavega. Oðru vísi regn. Fjörlegra. Regnið er dapurt í kvöld. Regn hefur sinn geðblæ, hefurðu tekið eftir því?“ „Ég veit ekki. Ég held það endurspegli bara okkar eigin til- finningar. Varstu glaður þegar regnið var fjörlegt?“ „Já, ég var glaður. Við fund- um ekki einu sinni til regnsins þá“. „Við hver?“ „O, það var stúlka“. „Segðu mér frá því“. ei . „Af hverju?“ „Ég veit ekki. Hvað viltu vita?“ „Segðu mér frá henni. Varstu ástfanginn af henni?“ „Já“. „Nú, og livað skeði?"‘ „Hvað áttu við með: hvað skeð'i? Af hverju heldurðu, að eitthvað hafi skeð?“ „Eg veit það“. „Hvernig veiztu það?“ „Maður finnur það. Eg veit, en ég skil ekki. Segðu mér, hvað hét hún?“ „Gunní“. „Það er skrýtið“. „Hvað er skrýtið?“ „Gunní. .. . Það var vani að nefna stúlkuna Gunnu, í lesbók- unum í fyrsta bekk“. Það' var bjánalegt að segja þetta. Þú snýrð út úr. Hann ætlaði að segja þér eitthvað. En hvað ertu að reyna að fá hann til að segja þér? Því ertu að skipta þér af honum? Honum hefur sárnað. Hann langar ekki að tala um Gunní. Þú ættir að skilja það. Jæja, ekki bað ég hann að ganga með mér. Jú, þú gerðir það. Þú sagðir: „Nei, ég hef ekkert á móti því“. En það þýddi bara: ,„Gakktu með mér, ég er ein- mana“. Nú, hann vissi það ekki. „Segðu mér, hvernig var að ganga í fjörlega regninu. Hlóguð þið?“ „Já, við hlógum“. „Hvers vegna? Voruð þið ást- fangin?“ „Já“. Svo sagði hann: „Hún vildi taka af sér skóna og ganga þannig í regninu, og ég sagði: „Nei, það er vitlaust. Það gerir enginn“. Af hverju segir hann mér þetta? Það kemur mér til að langa að grá'ta. Hún sagði: „Maður gæti grát- ið hérna í regninu, og enginn myndi vita það, því allt er tóm tár“. Hann sagði: „Hvað kemur þér til að segja það?“ Hún sagði: „Ég veit ekki. Mér datt það bara í hug. En hvað' um þig og Gunní. Eruð [jið ennþá ástfangin?“ 20 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.