Heimilisritið - 01.05.1951, Page 42

Heimilisritið - 01.05.1951, Page 42
tók motturnar tvær og kinkaði kolli til hundsins. Hann gekk út á hornið og fór þar upp í stræt- isvagn. Hundurinn settist í kjöltu lians. Vagnstjórinn þekkti hann og spurði: „Góður dagur?“ „Agætur“, svaraði Hatherly og klóraði hundinum á bring- unni. „Hvernig er Lappi?“ „Hann er góður“. „Eg er viss um, að hann er íeginn að' vera laus við rigning- una“. „Já. Honum er meinilla við hana“. Þetta var löng leið, en að henni lokinni flýttu Hatherly og hundurinn sér í rigningunni lieim til sín. Gatan var illa lýst, og það var enginn hurðarhúnn, því einhver hafði snúið hann af til að selja sem brotamálm. Inni var lykt af gasi og steikarsterkja, en það birti yfir svip Hatheriys meðan hann gekk stigana þrjá upp í íbúð sína. Það var hlýtt í herberginu og sæmileg lnisgögn. Kona stóð við eldstóna og hrærði eitthvað á steikarpönnu. Hún leit við. Hundurinn þaut til hennar. Hún tók hann upp, og hann sleikti hana af miklum innileik. „Lappi . . . blessaður kallinn! O, hvað hann er blautur! En nú skai hann fá gott að borða og verða þurr“. „Alit harida hundinum, en ekkert handa nlér, he?“ sagði Hatherly. Hún setti frá sér hundinn og. faðmaði manninn að sér. „Blessaður gamli drengurinn minn! Var þetta erfiður dagur?“. Hann þrýsti vanganum að henni. „Xei, hreint ekki. Gættu að' þér — þú mylur kökurnar“. Hún sá, að hann hélt á bréf- poka. „Hvað hefurðu þarna?“ „Sjáðu!“ „Petit fours!“ „Bara til að minna þig á París“. „O, Jim, þú hefðir ekki átt að gera þetta. En sú eyðslu- semi!“ „Hver er hræddur við hung- urvofuna núna!“ sagði hann. Hann fór úr jakkanum og kveikti sér í sígarettu. „Drottinn minn, það er gott að vera kominn heim! Hvern heldurðu að ég hafi séð' í dag?“ „Veit ekki“. „Grigson“. Hún var að láta kökurnar á disk. Hún missti þær næstum. „Grigson?“ „Já. Hann lét shilling í húf- una nrina. Hann þekkti mig ekki“. „Ja — ég eu. hissa. .. . Eftir 40 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.