Heimilisritið - 01.05.1951, Blaðsíða 47

Heimilisritið - 01.05.1951, Blaðsíða 47
hann áfram. „Má ég ekki hafa ánægjuna af að gefa yður þenn- an litla blómvönd?" Hún vissi auðsjáanlega ekki hverju hún átti að svara, og það var kannske einmitt þess vegna að hún tók við blómunum. „Þetta eru ósköp ómerkileg blóm,“ sagði hann. „Hófsóley, en hún hefur sérkennilegan ilm.“ „Ég þakka,“ sagði hún og lagði blómin við hlið sér í sætið. „Mér finnst endilega eins og við höfum sézt einhverntíma áð- ur,“ sagði hann. ,,Þetta er nú orðinn slitinn brandari, finnst yður ekki.“ „En við höfum víst alls ekki sézt áður,“ — hélt hann áfram. „Ég átti bara við, að það er til fólk, sem heldur alltaf að það hafi sézt áður. Já, ef það hefur aðeins talazt við stundarkorn, finnst því að það hafi þekkt hvort annað alla ævi.“ Hann fann vel að hann komst heldur klaufalega að orði og hann hefði orðað þetta betur í bókinni sinni. En hann var búinn að fá nóg af því, að skipuleggja setningar sínar; í dag átti hann frí. „Nú ef þér eigið við, að þér þekkið mig svona vel, þá skil ég ekki hvers vegna þér stand- ið hér og tefjið mig,“ sagði hún, og steig um leið á bensín- gjafann og ók í burt. „Konur, Skot minn,“ sagði hann, þegar rykið eftir bílinn hafði setzt, „konur eru yndis- legar verur. Manstu eftir Agn- ete? Það var hún, sem var svo hrædd um að þú skemmdir sokkana hennar, þegar þú komst hlaupandi til að heilsa henni. „Skot elskar bein,“ sagði ég við hana. „Hvað vinnurðu þér inn mikla peninga með því að skrifa skáldsögur?“ sagði hún. En við sklum hætta að tala um Agnete, Skot. Það er alltof gott veður til þess. Ann- ars réði ég hana af dögum í bókinni. Hvernig heldurðu að Anders líki endirinn? Kannske dálítið óljós. En bækur eiga að vera óljósar nú á tímum. Ef fólk skilur þær strax finnst því ekkert til þeirra koma. Og þú veizt hvað Anders er vanur að segja: „Þú verður að skrifa þannig, að bækur þínar veki umræður, og ef ekki annað, þá að minnsta kosti umræður um hvað það sé í rauninni, sem þú meinir.“ Skot fór að gelta í miklum ákafa, og allt í einu tók hann undir sig harðastökk og hljóp frá Ragnari. Úti á veginum stóð lítill bíll, og ung stúlka stóð út á miðjum akveginum og starði hugsandi á vinstra afturhjólið. HEIMILISRITIÐ 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.